Er Skoda á leið til Bandaríkjanna? Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 12:45 Skoda Superb. Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent