Tyrkir vilja vinna með Rússum gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2016 10:20 Rússneskar herþotur á flugi yfir Moskvu. Vísir/EPA Uppfært 12:30 Utanríkisráðherra Tyrklands segir að yfirlýsing sín í gær hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi ekki boðið Rússum að nota flugstöðina. Þess í stað hafi hann eingöngu verið að tala um mögulegt samstarf ríkjanna í baráttunni gegn ISIS.Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Yfirvöld í Tyrklandi hafa stungið upp á því að Rússar gætu notað Incirlik flugstöðina þar í landi til þess að gera árásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Stjórnvöld beggja landa hafa heitið því að bæta samband ríkjanna tveggja eftir að af Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, baðst í síðustu viku afsökunar á því að Tyrkir hefðu skotið rússneska herþotu niður í fyrra. Talsmaður stjórnvalda í Kremlin segir að Rússar muni skoða tilboðið. Aðrar þjóðir hafa einnig aðgang að Incirlik, en sú staðreynd að Tyrkir og Rússar eru í raun andstæðingar í Sýrlandi þykir sýna fram á að ólíklegt sé að Rússar muni nýta sér herstöðina. Þá er ekki víst að bandamenn Tyrklands í NATO muni sætta sig við að Rússar nýti Incirlik. Nú nýta Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Sádi Arabía og Katar herstöðina þar. Tyrkir eru svornir andstæðingar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússum og Íran. „Við munum starfa með öllum þeim sem berjast gegn Daesh (annað nafn yfir ISIS). Við höfum gert það um nokkurt skeið og við opnuðum Incirlik flugstöðina fyrir þeim sem vilja hjálpa í baráttunni gegn Daesh,“ er haft eftir utanríkisráðherra Tyrklands á vef Reuters. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira
Uppfært 12:30 Utanríkisráðherra Tyrklands segir að yfirlýsing sín í gær hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi ekki boðið Rússum að nota flugstöðina. Þess í stað hafi hann eingöngu verið að tala um mögulegt samstarf ríkjanna í baráttunni gegn ISIS.Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Yfirvöld í Tyrklandi hafa stungið upp á því að Rússar gætu notað Incirlik flugstöðina þar í landi til þess að gera árásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Stjórnvöld beggja landa hafa heitið því að bæta samband ríkjanna tveggja eftir að af Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, baðst í síðustu viku afsökunar á því að Tyrkir hefðu skotið rússneska herþotu niður í fyrra. Talsmaður stjórnvalda í Kremlin segir að Rússar muni skoða tilboðið. Aðrar þjóðir hafa einnig aðgang að Incirlik, en sú staðreynd að Tyrkir og Rússar eru í raun andstæðingar í Sýrlandi þykir sýna fram á að ólíklegt sé að Rússar muni nýta sér herstöðina. Þá er ekki víst að bandamenn Tyrklands í NATO muni sætta sig við að Rússar nýti Incirlik. Nú nýta Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Sádi Arabía og Katar herstöðina þar. Tyrkir eru svornir andstæðingar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússum og Íran. „Við munum starfa með öllum þeim sem berjast gegn Daesh (annað nafn yfir ISIS). Við höfum gert það um nokkurt skeið og við opnuðum Incirlik flugstöðina fyrir þeim sem vilja hjálpa í baráttunni gegn Daesh,“ er haft eftir utanríkisráðherra Tyrklands á vef Reuters.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira