Íslendingar í Guardian: Þjóðin er ástfangin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 21:45 Vísir/Getty Þrír stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa deilt upplifun sinni af Evrópumótinu í knattspyrnu á vefsíðu enska dagblaðsins Guardian. Þeir Jón Gunnar Ákason, Alex Alexandersson og Eggert Stefánsson hafa allir skemmtilega sögu að segja frá því hvernig árangur Íslands á EM hefur snert þá persónulega og hvernig upplifun íslensku þjóðarinnar hefur verið. „Þetta er að breytast í ástarsögu sem nær til allrar þjóðarinnar. Það eru allir að verða ástfangnir af knattspyrnu,“ skrifaði Alex sem hrósaði sérstaklega frammistöðu miðvarðanna Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum Motherwell sem færðu Íslendingum „víkingaklappið“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, tóku upp hjá sér og færðu svo til íslenska landsliðsins. Jón Gunnar segir að faðir hans, Áki Jónsson sem er 78 ára, hafi verið meðal áhorfenda þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og að það hafi verið ein innilegasta og djúpstæðasta upplifun ævi hans. Hann segir einnig að viðbröð ensku leikmannanna hafi reynst honum hugleikin og líkir þeim við viðbrögð Hollendinga, Portúgala og Austurríkismanna eftir leiki þeirra við Ísland. „Ísland hefur staðfest að [fótbolti] er enn mikil liðsíþrótt. Með réttu viðhorfi og baráttuanda er hægt að draga úr kostum og hæfileikum einstaklingsins,“ skrifar hann. „Það vita allir að það er ótrúlegt afrek fyrir Ísland að leggja England að velli. En ekki allir skilja að það er ekki bara vegna þess að Íslendindgar voru heppnir þann daginn. Ég leyfi mér að segja að það er eitt merkasta afrek í knattspyrnusögunni.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Þrír stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa deilt upplifun sinni af Evrópumótinu í knattspyrnu á vefsíðu enska dagblaðsins Guardian. Þeir Jón Gunnar Ákason, Alex Alexandersson og Eggert Stefánsson hafa allir skemmtilega sögu að segja frá því hvernig árangur Íslands á EM hefur snert þá persónulega og hvernig upplifun íslensku þjóðarinnar hefur verið. „Þetta er að breytast í ástarsögu sem nær til allrar þjóðarinnar. Það eru allir að verða ástfangnir af knattspyrnu,“ skrifaði Alex sem hrósaði sérstaklega frammistöðu miðvarðanna Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum Motherwell sem færðu Íslendingum „víkingaklappið“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, tóku upp hjá sér og færðu svo til íslenska landsliðsins. Jón Gunnar segir að faðir hans, Áki Jónsson sem er 78 ára, hafi verið meðal áhorfenda þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og að það hafi verið ein innilegasta og djúpstæðasta upplifun ævi hans. Hann segir einnig að viðbröð ensku leikmannanna hafi reynst honum hugleikin og líkir þeim við viðbrögð Hollendinga, Portúgala og Austurríkismanna eftir leiki þeirra við Ísland. „Ísland hefur staðfest að [fótbolti] er enn mikil liðsíþrótt. Með réttu viðhorfi og baráttuanda er hægt að draga úr kostum og hæfileikum einstaklingsins,“ skrifar hann. „Það vita allir að það er ótrúlegt afrek fyrir Ísland að leggja England að velli. En ekki allir skilja að það er ekki bara vegna þess að Íslendindgar voru heppnir þann daginn. Ég leyfi mér að segja að það er eitt merkasta afrek í knattspyrnusögunni.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira