Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 16:39 Vísir/Vilhelm Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru í dag spurðir hvernig samstarf þeirra virkar en þeir deila sem kunnugt er stöðu landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu. Ísland mætir á morgun Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi en árangur íslenska liðsins hefur vitanlega vakið mikla athygli. Lagerbäck sagði að samstarf þeirra væri gott en að það væri ekkert nýtt fyrir hann að starfa svona, enda gerði hann það áður þegar hann var þjálfari sænska landsliðsins. „Þetta er bara svona formsins vegna. Við störfuðum líka svona fyrstu tvö árin [þegar Heimir var aðstoðarþjálfari] en mestu máli skiptir er að vera með gott starfslið og góð samskipti. Fjögur augu sjá betur en tvö.“ Sjá einnig: Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband „Ég hef hins vegar ekki lært tungumálið og því er Heimir mjög mikilvægur í að fylgjast með öllu óformlegu spjalli og því sem kemur fram þar. En fyrst og fremst er það allt starfsliðið sem vinnur þetta starf saman.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, sagði að leikmenn gætu leitað til beggja leikmanna jafnt. „Þeir vita báðir hvað þeir eru að gera. Annar þeirra [Lars] hefur reynsluna en hinn er meira með tölvumál og tekníska þáttinn. Þetta blandast virkilega vel saman hjá þeim,“ sagði Aron Einar en sem kunnugt er mun Lars Lagerbäck hætta með íslenska landsliðið eftir EM og tekur þá Heimir alfarið við liðinu. „Það er synd að annar þeirra sé að hætta en hinn er mjög hæfur og vel til þess fallinn að taka við. Hann hefur lært mikið af reynslu Lars. Þetta hefur virkað vel og samstarf þeirra verið frábært.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar klár í slaginn: Get ekki beðið eftir leiknum á morgun Allir leikmenn Íslands eru heilir fyrir stórleikinn á Stade de France. 2. júlí 2016 15:43 Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France. 2. júlí 2016 16:00 Lars bar tilfinninguna eftir sigurinn gegn Englandi við vel heppnað kynlíf „En það var fyrir svo löngu síðan,“ sagði Lars Lagerbäck og uppskar mikinn hlátur. 2. júlí 2016 15:38 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru í dag spurðir hvernig samstarf þeirra virkar en þeir deila sem kunnugt er stöðu landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu. Ísland mætir á morgun Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi en árangur íslenska liðsins hefur vitanlega vakið mikla athygli. Lagerbäck sagði að samstarf þeirra væri gott en að það væri ekkert nýtt fyrir hann að starfa svona, enda gerði hann það áður þegar hann var þjálfari sænska landsliðsins. „Þetta er bara svona formsins vegna. Við störfuðum líka svona fyrstu tvö árin [þegar Heimir var aðstoðarþjálfari] en mestu máli skiptir er að vera með gott starfslið og góð samskipti. Fjögur augu sjá betur en tvö.“ Sjá einnig: Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband „Ég hef hins vegar ekki lært tungumálið og því er Heimir mjög mikilvægur í að fylgjast með öllu óformlegu spjalli og því sem kemur fram þar. En fyrst og fremst er það allt starfsliðið sem vinnur þetta starf saman.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, sagði að leikmenn gætu leitað til beggja leikmanna jafnt. „Þeir vita báðir hvað þeir eru að gera. Annar þeirra [Lars] hefur reynsluna en hinn er meira með tölvumál og tekníska þáttinn. Þetta blandast virkilega vel saman hjá þeim,“ sagði Aron Einar en sem kunnugt er mun Lars Lagerbäck hætta með íslenska landsliðið eftir EM og tekur þá Heimir alfarið við liðinu. „Það er synd að annar þeirra sé að hætta en hinn er mjög hæfur og vel til þess fallinn að taka við. Hann hefur lært mikið af reynslu Lars. Þetta hefur virkað vel og samstarf þeirra verið frábært.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar klár í slaginn: Get ekki beðið eftir leiknum á morgun Allir leikmenn Íslands eru heilir fyrir stórleikinn á Stade de France. 2. júlí 2016 15:43 Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France. 2. júlí 2016 16:00 Lars bar tilfinninguna eftir sigurinn gegn Englandi við vel heppnað kynlíf „En það var fyrir svo löngu síðan,“ sagði Lars Lagerbäck og uppskar mikinn hlátur. 2. júlí 2016 15:38 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Aron Einar klár í slaginn: Get ekki beðið eftir leiknum á morgun Allir leikmenn Íslands eru heilir fyrir stórleikinn á Stade de France. 2. júlí 2016 15:43
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02
Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France. 2. júlí 2016 16:00
Lars bar tilfinninguna eftir sigurinn gegn Englandi við vel heppnað kynlíf „En það var fyrir svo löngu síðan,“ sagði Lars Lagerbäck og uppskar mikinn hlátur. 2. júlí 2016 15:38
Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26