Gömlu kallarnir vilja erlendan landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2016 22:30 Rooney, Hart og Milner verða hafðir með í ráðum þegar næsti landsliðsþjálfari verður ráðinn. vísir/epa Eldri og reyndari leikmönnum enska landsliðsins í fótbolta líst ekkert á þá Englendinga sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara og vilja fá erlendan þjálfara til að taka við liðinu. The Guardian greinir frá. Enska landsliðið er án þjálfara eftir að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á mánudaginn.Gareth Southgate, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, var sterklega orðaður við starfið en hann hefur ekki áhuga á því. Leitin að næsta landsliðsþjálfara Englands hófst formlega í dag en Glenn Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, ku vera ofarlega á blaði hjá stjórnendum enska knattspyrnusambandsins.Glenn Hoddle kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands.vísir/gettyFyrirliði landsliðsins, Wayne Rooney, og eldri og reyndari menn í hópnum á borð við Joe Hart, James Milner og Gary Cahill verða hafðir með í ráðum þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara. Þessum kjarna finnst lítið til þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið koma. Auk Southgate og Hoddle hafa enski þjálfarar eins og Alan Pardew, Steve Bruce, Eddie Howe og Sam Allardyce verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands. Samkvæmt the Guardian hafði þessi andstaða Rooney og félaga áhrif á þá ákvörðun Southgate að sækjast ekki eftir landsliðsþjálfarastarfinu. Arsene Wenger, sem hefur stýrt Arsenal undanfarna tvo áratugi, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en ólíklegt þykir að hann taki það að sér. Meðal annarra erlendra þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands má nefna Laurent Blanc, Jürgen Klinsmann og Slaven Bilic. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Eldri og reyndari leikmönnum enska landsliðsins í fótbolta líst ekkert á þá Englendinga sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara og vilja fá erlendan þjálfara til að taka við liðinu. The Guardian greinir frá. Enska landsliðið er án þjálfara eftir að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á mánudaginn.Gareth Southgate, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, var sterklega orðaður við starfið en hann hefur ekki áhuga á því. Leitin að næsta landsliðsþjálfara Englands hófst formlega í dag en Glenn Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, ku vera ofarlega á blaði hjá stjórnendum enska knattspyrnusambandsins.Glenn Hoddle kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands.vísir/gettyFyrirliði landsliðsins, Wayne Rooney, og eldri og reyndari menn í hópnum á borð við Joe Hart, James Milner og Gary Cahill verða hafðir með í ráðum þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara. Þessum kjarna finnst lítið til þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið koma. Auk Southgate og Hoddle hafa enski þjálfarar eins og Alan Pardew, Steve Bruce, Eddie Howe og Sam Allardyce verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands. Samkvæmt the Guardian hafði þessi andstaða Rooney og félaga áhrif á þá ákvörðun Southgate að sækjast ekki eftir landsliðsþjálfarastarfinu. Arsene Wenger, sem hefur stýrt Arsenal undanfarna tvo áratugi, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en ólíklegt þykir að hann taki það að sér. Meðal annarra erlendra þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands má nefna Laurent Blanc, Jürgen Klinsmann og Slaven Bilic.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira