Mazda þróar pallbíl með Isuzu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:40 Mazda BT-50. Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent
Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent