BL hefur selt 3.500 bíla í ár Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 09:41 Sala nýrra bíla hefur verið með miklum ágætum í ár á Íslandi. Þegar skoðuð eru bílakaup landsmanna eftir fyrstu sex mánuði ársins kemur í ljós samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu að sala aðeins eins af bílaumboðum landsins er komin yfir 3.500 bíla, eða hjá BL. Markaðshlutdeild BL er reyndar mjög sterk í ár eða 26,7% og 27,9% til einstaklinga og fyrirtækja. Sé júní mánuður skoðaður einn og sér er markaðshlutdeild BL til einstaklinga og fyrirtækja 25% og 24% með bílaleigubílum. Heildarsala nýrra bíla fyrstu sex mánuði ársins óx um 38% samanborið við sama tímabil 2015. Til samanburðar hefur heildarsala nýrra hjá BL vaxið um 66% eða 28% meira en markaðurinn. „Við erum að vonum mjög ánægðir með þennan árangur og þær viðtökur sem bílarnir okkar hafa fengið. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem þakka mætti þennan einstaka árangur þá er það kannski fyrst og fremst mikið úrval fjórhjóladrifinna bíla í öllum verðflokkum sem eins og áður eru vinsælustu bílarnir. En við höfum einnig lagt áherslu á það undanfarin ár að laða til okkar gott starfsfólk sem hefur löngun til að standa sig vel og veita viðskiptavinum góða þjónustu og það er mjög mikilvægt þegar fólk er að kaupa nýjan bíl,“ segir Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs BL. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent
Þegar skoðuð eru bílakaup landsmanna eftir fyrstu sex mánuði ársins kemur í ljós samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu að sala aðeins eins af bílaumboðum landsins er komin yfir 3.500 bíla, eða hjá BL. Markaðshlutdeild BL er reyndar mjög sterk í ár eða 26,7% og 27,9% til einstaklinga og fyrirtækja. Sé júní mánuður skoðaður einn og sér er markaðshlutdeild BL til einstaklinga og fyrirtækja 25% og 24% með bílaleigubílum. Heildarsala nýrra bíla fyrstu sex mánuði ársins óx um 38% samanborið við sama tímabil 2015. Til samanburðar hefur heildarsala nýrra hjá BL vaxið um 66% eða 28% meira en markaðurinn. „Við erum að vonum mjög ánægðir með þennan árangur og þær viðtökur sem bílarnir okkar hafa fengið. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem þakka mætti þennan einstaka árangur þá er það kannski fyrst og fremst mikið úrval fjórhjóladrifinna bíla í öllum verðflokkum sem eins og áður eru vinsælustu bílarnir. En við höfum einnig lagt áherslu á það undanfarin ár að laða til okkar gott starfsfólk sem hefur löngun til að standa sig vel og veita viðskiptavinum góða þjónustu og það er mjög mikilvægt þegar fólk er að kaupa nýjan bíl,“ segir Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs BL.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent