Arnar: Kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið með gult Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2016 21:45 Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks vísir/anton Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira