Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 10:00 Cristiano Ronaldo var glaðasti maðurinn á svæðinu í leikslok. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36