Það sem ekki má gleymast Magnús Guðmundsson skrifar 27. júlí 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið í gær, daginn eftir að hann tilkynnti um endurkomu sína í stjórnmálin. Fyrri hluti greinarinnar fer í að tíunda afrek ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs sjálfs í forsæti fyrir Framsóknarflokk í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og skal áhugasömum bent á að næla sér í greinina sé vilji til þess að rifja upp afrekaskrána. Í seinni hluta greinarinnar tíundar Sigmundur Davíð svo hvað hafi alltaf staðið til að gera fyrir almenning (stundum kallaðir kjósendur) og þar með mikilvægi þess að ríkisstjórnin sitji áfram við völd. Í framhaldinu hafa stigið fram flokksbræður hans og systur og kvartað undan þeim áætlunum að efna til kosninga í haust eins og var lofað þegar Sigmundur Davíð hrökklaðist frá völdum. Þrátt fyrir gott pláss í Morgunblaðinu vill þó þannig til að Sigmundur virðist gleyma að koma inn á nokkur lykilatriði í þessu máli. Atriði á borð við það að efnahagslegan viðsnúning ber ekki síst að þakka gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna með tilheyrandi stórfelldri aukningu gjaldeyristekna. Gjaldeyristekna sem hljóta að hafa nýst ríkisstjórninni vel við að greiða niður skuldir og bæta hag ríkissjóðs. Sigmundur virðist einnig hafa gleymt hversu ríkulegan þátt öflugur sjávarútvegur á í bættum hag ríkissjóðs. En það er kannski skiljanlegt að hann líti fram hjá því þar sem ríkisstjórnin taldi svigrúm til lækkunar auðlindagjalds, þrátt fyrir frábæra afkomu stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna en afleita afkomu þeirra sem minnst hafa á milli handanna, eins og aldraðra og öryrkja. Þeir hafa hingað til mátt bíða. Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma forsendu þess að hann er ekki lengur forsætisráðherra. Sigmundur Davíð virðist með öðrum orðum vera búinn að gleyma Panama-skjölunum, peningunum í aflandsskjólinu, þeirri staðreynd að hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við fréttamenn og þeirri risavöxnu öldu mótmæla sem reis í samfélaginu í kjölfarið. Mótmæla sem snerust um þá sjálfsögðu kröfu að þeir sem stjórni landinu búi yfir viðunandi siðferðisþreki og leiti ekki leiða til þess að koma sér undan sameiginlegri uppbyggingu hinna margumtöluðu innviða samfélagsins með skattfríðindum fyrir stórefnafólk. En það sem er mest um vert, Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma því að forystumenn ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar lofuðu þingi og þjóð að í haust yrði gengið til kosninga. Það loforð var meginforsenda þess að hægt væri að halda áfram á Íslandi í kjölfar eins mesta hneykslismáls íslenskrar stjórnmálasögu. Allt þetta og meira til þurfa íslenskir kjósendur að muna enn um sinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið í gær, daginn eftir að hann tilkynnti um endurkomu sína í stjórnmálin. Fyrri hluti greinarinnar fer í að tíunda afrek ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs sjálfs í forsæti fyrir Framsóknarflokk í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og skal áhugasömum bent á að næla sér í greinina sé vilji til þess að rifja upp afrekaskrána. Í seinni hluta greinarinnar tíundar Sigmundur Davíð svo hvað hafi alltaf staðið til að gera fyrir almenning (stundum kallaðir kjósendur) og þar með mikilvægi þess að ríkisstjórnin sitji áfram við völd. Í framhaldinu hafa stigið fram flokksbræður hans og systur og kvartað undan þeim áætlunum að efna til kosninga í haust eins og var lofað þegar Sigmundur Davíð hrökklaðist frá völdum. Þrátt fyrir gott pláss í Morgunblaðinu vill þó þannig til að Sigmundur virðist gleyma að koma inn á nokkur lykilatriði í þessu máli. Atriði á borð við það að efnahagslegan viðsnúning ber ekki síst að þakka gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna með tilheyrandi stórfelldri aukningu gjaldeyristekna. Gjaldeyristekna sem hljóta að hafa nýst ríkisstjórninni vel við að greiða niður skuldir og bæta hag ríkissjóðs. Sigmundur virðist einnig hafa gleymt hversu ríkulegan þátt öflugur sjávarútvegur á í bættum hag ríkissjóðs. En það er kannski skiljanlegt að hann líti fram hjá því þar sem ríkisstjórnin taldi svigrúm til lækkunar auðlindagjalds, þrátt fyrir frábæra afkomu stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna en afleita afkomu þeirra sem minnst hafa á milli handanna, eins og aldraðra og öryrkja. Þeir hafa hingað til mátt bíða. Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma forsendu þess að hann er ekki lengur forsætisráðherra. Sigmundur Davíð virðist með öðrum orðum vera búinn að gleyma Panama-skjölunum, peningunum í aflandsskjólinu, þeirri staðreynd að hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við fréttamenn og þeirri risavöxnu öldu mótmæla sem reis í samfélaginu í kjölfarið. Mótmæla sem snerust um þá sjálfsögðu kröfu að þeir sem stjórni landinu búi yfir viðunandi siðferðisþreki og leiti ekki leiða til þess að koma sér undan sameiginlegri uppbyggingu hinna margumtöluðu innviða samfélagsins með skattfríðindum fyrir stórefnafólk. En það sem er mest um vert, Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma því að forystumenn ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar lofuðu þingi og þjóð að í haust yrði gengið til kosninga. Það loforð var meginforsenda þess að hægt væri að halda áfram á Íslandi í kjölfar eins mesta hneykslismáls íslenskrar stjórnmálasögu. Allt þetta og meira til þurfa íslenskir kjósendur að muna enn um sinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun