KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 13:00 Skúli Jón Friðgeirsson og Stefán Logi Magnússon verjast Alex Frey Hilmarssyni í leik gærkvöldsins. vísir/hanna Eftir að tapa ekki í fyrstu tíu heimsóknum sínum á Víkingsvöllinn í Fossvogi allt frá 1988 þurfti KR að lúta í gras í gærkvöldi í lokaleik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla gegn Víkingum, 1-0. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir Víkinga sem annars lágu í vörn nær allan leikinn og horfðu upp á KR-inga klúðra hverju færinu á fætur öðru. Víkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð og lyftu sér upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig eftir tólf leiki. KR er aftur á móti í tíunda sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með þrettán stig eftir tólf umferðir en liðið hefur aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild. Versti árangur KR á þessum tímapunkti í tólf liða deild var sumarið 2010 þegar liðið var með 16 stig og markatöluna 21-19. Þá var KR-liðið allavega að skora en nú er það aðeins búið að setja tólf mörk í tólf leikjum en fá á sig þrettán. KR rétti úr kútnum þetta sumarið og hafnaði á endanum í fjórða sæti með 32 stig. Ári áður en tólf liða deildin var tekin upp var KR aftur á móti í enn meiri vandræðum en liðið var þá aðeins með sjö stig eftir tólf umferðir sumarið 2007. Þá var liðið ekki búið að skora nema níu mörk en fá á sig 21. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari liðsins eftir ellefu umferðir og Logi Ólafsson bjargaði liðinu frá falli. Það endaði með 16 stig en aðeins eitt lið féll þetta sumarið og það var Víkingur. KR mætir næst botnliði Þróttar eftir Verslunarmannahelgi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Eftir að tapa ekki í fyrstu tíu heimsóknum sínum á Víkingsvöllinn í Fossvogi allt frá 1988 þurfti KR að lúta í gras í gærkvöldi í lokaleik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla gegn Víkingum, 1-0. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir Víkinga sem annars lágu í vörn nær allan leikinn og horfðu upp á KR-inga klúðra hverju færinu á fætur öðru. Víkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð og lyftu sér upp í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig eftir tólf leiki. KR er aftur á móti í tíunda sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með þrettán stig eftir tólf umferðir en liðið hefur aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild. Versti árangur KR á þessum tímapunkti í tólf liða deild var sumarið 2010 þegar liðið var með 16 stig og markatöluna 21-19. Þá var KR-liðið allavega að skora en nú er það aðeins búið að setja tólf mörk í tólf leikjum en fá á sig þrettán. KR rétti úr kútnum þetta sumarið og hafnaði á endanum í fjórða sæti með 32 stig. Ári áður en tólf liða deildin var tekin upp var KR aftur á móti í enn meiri vandræðum en liðið var þá aðeins með sjö stig eftir tólf umferðir sumarið 2007. Þá var liðið ekki búið að skora nema níu mörk en fá á sig 21. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari liðsins eftir ellefu umferðir og Logi Ólafsson bjargaði liðinu frá falli. Það endaði með 16 stig en aðeins eitt lið féll þetta sumarið og það var Víkingur. KR mætir næst botnliði Þróttar eftir Verslunarmannahelgi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00
Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00