Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 10:00 Lífið leikur við þessa ágætu menn. mynd/instagram Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT MMA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT
MMA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira