Rosenborg tapaði en komst samt áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 19:23 Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg eru komnir áfram. Vísir/Getty Norska liðið Rosenborg er komið áfram í þriðju umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir að liðið sló sænsku meistarana í Norrköping út í kvöld en þarna voru að mætast tvö Íslendingalið. Rosenborg-liðið gat þó leyft sér að tapa seinni leiknum í kvöld því norska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á sínum heimavelli. Rosenborg mætir APOEL frá Kýpur í næstu umferð. Norrköping vann seinni leikinn 3-2 eftir að hafa unnið upp tveggja marka forskot Rosenborg með því að skora þrjú mörk á síðustu 33 mínútum leiksins. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg og lék allan leikinn en þeir Matthías Vilhjálmsson (67. mínúta) og Guðmundur Þórarinsson (83. mínúta) komu báðir inná sem varamenn. Jón Guðni Fjóluson þurfti að yfirgefa völlinn í blálokin eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Christian Gytkjær. Rosenborg-liðið komst í 2-0 eftir 55 mínútur í kvöld og var þá í raun með fimm marka forskot því liðið var einnig með fleiri mörk á útivelli. Norrköping þurfti því að skora fimm mörk sem var nánast ómögulegt verkefni á rúmu hálftíma. Svíunum tókst þó að skora þrjú mörk tryggja sér sigur í leiknum en það dugði þó skammt og Evrópuævintýri liðsins er á enda í ár. Christian Gytkjær kom Rosenborg í 1-0 á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Yann-Erik de Lanlay bætti síðan við öðru marki á 55. mínútu. Sebastian Andersson minnkaði muninn í 2-1 á 57. mínútu og Christoffer Nyman var síðan búinn að jafna tveimur mínútum síðar. Sebastian Andersson skoraði síðan sigurmarkið á 77. mínútu en nær komust Norrköping liðsmenn ekki. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Norska liðið Rosenborg er komið áfram í þriðju umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir að liðið sló sænsku meistarana í Norrköping út í kvöld en þarna voru að mætast tvö Íslendingalið. Rosenborg-liðið gat þó leyft sér að tapa seinni leiknum í kvöld því norska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á sínum heimavelli. Rosenborg mætir APOEL frá Kýpur í næstu umferð. Norrköping vann seinni leikinn 3-2 eftir að hafa unnið upp tveggja marka forskot Rosenborg með því að skora þrjú mörk á síðustu 33 mínútum leiksins. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg og lék allan leikinn en þeir Matthías Vilhjálmsson (67. mínúta) og Guðmundur Þórarinsson (83. mínúta) komu báðir inná sem varamenn. Jón Guðni Fjóluson þurfti að yfirgefa völlinn í blálokin eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Christian Gytkjær. Rosenborg-liðið komst í 2-0 eftir 55 mínútur í kvöld og var þá í raun með fimm marka forskot því liðið var einnig með fleiri mörk á útivelli. Norrköping þurfti því að skora fimm mörk sem var nánast ómögulegt verkefni á rúmu hálftíma. Svíunum tókst þó að skora þrjú mörk tryggja sér sigur í leiknum en það dugði þó skammt og Evrópuævintýri liðsins er á enda í ár. Christian Gytkjær kom Rosenborg í 1-0 á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Yann-Erik de Lanlay bætti síðan við öðru marki á 55. mínútu. Sebastian Andersson minnkaði muninn í 2-1 á 57. mínútu og Christoffer Nyman var síðan búinn að jafna tveimur mínútum síðar. Sebastian Andersson skoraði síðan sigurmarkið á 77. mínútu en nær komust Norrköping liðsmenn ekki.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira