Porsche Cayenne Coupe á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 14:58 Coupe útfærsla Porsche Cayenne. Núverandi kynslóð Porsche Cayenne er að verða 7 ára gömul og nú kynslóð hans er rétt handan við hornið. En þó ekki bara í einni útlitsgerð, heldur hefur einnig heyrst að Coupe-gerð af Cayenne sé í smíðum. Það fékkst eiginlega staðfest með þessum myndum sem náðust af bíl í prófunum sem líklega er umtalaður Cayenne Coupe. Það kemur svo sem ekki á óvart að Porsche komi fram með Cayenne Coupe, en bæði BMW og Benz hafa komið fram með jeppa sína með þessu lagi. Það eru bílarnir BMW X6 og Mercedes Benzs GLE Coupe og hafa þeir báðir selst vel. Gera má ráð fyrir að innanrými Cayenne Coupe verði eins og í hefðbundnum Cayenne, enda er eini munurinn á þessum bílum líklega fólginn í lækkaðri þaklínu að aftanverðu. Ný kynslóð Cayenne kemur á næsta ári og þá sem 2018 árgerð. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent
Núverandi kynslóð Porsche Cayenne er að verða 7 ára gömul og nú kynslóð hans er rétt handan við hornið. En þó ekki bara í einni útlitsgerð, heldur hefur einnig heyrst að Coupe-gerð af Cayenne sé í smíðum. Það fékkst eiginlega staðfest með þessum myndum sem náðust af bíl í prófunum sem líklega er umtalaður Cayenne Coupe. Það kemur svo sem ekki á óvart að Porsche komi fram með Cayenne Coupe, en bæði BMW og Benz hafa komið fram með jeppa sína með þessu lagi. Það eru bílarnir BMW X6 og Mercedes Benzs GLE Coupe og hafa þeir báðir selst vel. Gera má ráð fyrir að innanrými Cayenne Coupe verði eins og í hefðbundnum Cayenne, enda er eini munurinn á þessum bílum líklega fólginn í lækkaðri þaklínu að aftanverðu. Ný kynslóð Cayenne kemur á næsta ári og þá sem 2018 árgerð.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent