Á að ná hraðametinu í Bonneville Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 15:39 Verður hraðametið í Bonneville slegið af þessu ökutæki? Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent
Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent