Ferðir Uber í New York orðnar 100 milljónir talsins Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 14:58 Þjónusta Uber er vinsæl í New York. Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent