Pulsur og lög María Rún Bjarnadóttir skrifar 19. ágúst 2016 09:53 Tengdalangalangafi Kate Moss, Otto von Bismarck, sagði að lög væru eins og pulsur; það væri vissara að vita ekki hvernig þau eru búin til. Ég fullyrði ekkert um afstöðu pulsugerðarmanna, en hafandi reynslu af undirbúningi lagasetningar held ég að máltækið eigi sjaldan við á Íslandi. Helgi Hrafn þingmaður afhjúpaði í nýlegu vídeói að mótmælendur nýrra útlendingalaga voru ekki alveg búnir að lesa innihaldslýsingu laganna. Mér virtist sem þeir skildu ekki alveg framleiðsluferlið á löggjöf heldur. Á stjr.is eru heimasíður ráðuneyta. Þegar frumvörp eru á undirbúningsstigum eru þau oft kynnt og óskað eftir umsögnum til að breyta þeim eða bæta þau. Það er hægt að bregðast við því. Útlendingalögin hafa verið í vinnslu frá 2011 og um þau eru tugir tilkynninga, fundarboða og frétta á heimasíðu viðkomandi ráðuneytis. Það er hægt að mæta á fundi. Þegar frumvarp er lagt fram á Alþingi er svo hægt að senda viðkomandi þingnefnd formlega umsögn. Þetta er allt á Alþingi.is, sem er besta heimasíða á Íslandi þrátt fyrir að innihalda ýmislegt vafasamt efni. Á Alþingisvefnum er líka frábær leitarvél og þegar rétt mál er fundið er ýtt á hnapp sem heitir ferill málsins. Þá er hægt að sjá ýtarlega innihaldslýsingu á lögum, lýsingu á framleiðsluferlinu og helstu breytingum sem uppskrift laganna hefur tekið. Þessar ábendingar gagnast illa þeim sem tala fyrir skaðlegu innihaldi í lögum. Fyrir þá er líklega betra að fá sér bara pulsu á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun
Tengdalangalangafi Kate Moss, Otto von Bismarck, sagði að lög væru eins og pulsur; það væri vissara að vita ekki hvernig þau eru búin til. Ég fullyrði ekkert um afstöðu pulsugerðarmanna, en hafandi reynslu af undirbúningi lagasetningar held ég að máltækið eigi sjaldan við á Íslandi. Helgi Hrafn þingmaður afhjúpaði í nýlegu vídeói að mótmælendur nýrra útlendingalaga voru ekki alveg búnir að lesa innihaldslýsingu laganna. Mér virtist sem þeir skildu ekki alveg framleiðsluferlið á löggjöf heldur. Á stjr.is eru heimasíður ráðuneyta. Þegar frumvörp eru á undirbúningsstigum eru þau oft kynnt og óskað eftir umsögnum til að breyta þeim eða bæta þau. Það er hægt að bregðast við því. Útlendingalögin hafa verið í vinnslu frá 2011 og um þau eru tugir tilkynninga, fundarboða og frétta á heimasíðu viðkomandi ráðuneytis. Það er hægt að mæta á fundi. Þegar frumvarp er lagt fram á Alþingi er svo hægt að senda viðkomandi þingnefnd formlega umsögn. Þetta er allt á Alþingi.is, sem er besta heimasíða á Íslandi þrátt fyrir að innihalda ýmislegt vafasamt efni. Á Alþingisvefnum er líka frábær leitarvél og þegar rétt mál er fundið er ýtt á hnapp sem heitir ferill málsins. Þá er hægt að sjá ýtarlega innihaldslýsingu á lögum, lýsingu á framleiðsluferlinu og helstu breytingum sem uppskrift laganna hefur tekið. Þessar ábendingar gagnast illa þeim sem tala fyrir skaðlegu innihaldi í lögum. Fyrir þá er líklega betra að fá sér bara pulsu á Austurvelli.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun