Ekki sátt um afnám verðtryggingar Snærós Sindradóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu frumvörpin á blaðamannafundi í Hörpu í gær. vísir/gva „Þetta er eins langt og hægt er að komast í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stundum verður maður að miðla málum,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um nýtt frumvarp um verðtryggingu sem kynnt var í gær. Samhliða var kynnt frumvarp um nýtingu séreignalífeyrissparnaðar við kaup á fyrstu íbúð, verkefni sem ber heitið Fyrsta fasteign. Verðtryggingarfrumvarpið miðar að því að banna verðtryggð lán, lengri en 25 ár, nema í undantekningartilfellum. Undanþágur verða veittar ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli. Í kosningabæklingi Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að Framsóknarflokkurinn vilji „afnema verðtryggingu á neytendalánum.“ Ljóst er að frumvarpið sem kynnt var í gær nær ekki því markmiði. „Ég hef skrifað um kosti þess og galla að banna verðtryggingu á nýjum lánum. Það hefði verið það sem ég hefði kosið. En þetta er málamiðlun tveggja flokka þar sem annar flokkurinn er ekki sammála mér,“ segir Frosti. Þingið mun taka við málinu og Frosti væntir þess að fá frumvarpið inn í sína nefnd. Þar verði kallað eftir umsögnum um það og nefndin taki sér góðan tíma til að fara yfir málið.Sigríður Ingibjörg IngadóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar í janúar á þessu ári. Í frumvarpinu var lagt upp með að banna nýjar verðtryggðar lánveitingar. „Framsóknarflokkurinn er núna búinn að lúffa. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið ofan á. Það sem liggur fyrir er að það er ekki verið að efna kosningaloforð um afnám verðtryggingar en það er verið að reyna að lina vaxtaokrið sem fylgir íslensku krónunni.“Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir frumvarpið áfangasigur og lítur svo á að það sé fyrsta skrefið af mörgum í afnámi verðtryggingar. „Það er hins vegar þannig að það er búið að flýta kosningum. En við leggjum mikla áherslu að klára þessi mál.“Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samkvæmt frumvarpinu geti nokkuð stórir hópar enn tekið verðtryggð lán. „Það er frekar millitekjuhópurinn og upp úr sem hefur skert aðgengi að slíkum lánum. Samspil þess og aftur möguleikarnir til að nýta séreignarsparnað til að greiða óverðtryggð lán getur hvatt til frekari töku óverðtryggðra lána sem er af hinu góða.“ „En auðvitað er grunnvandinn alltaf hátt vaxtastig okkar en ekki verðtryggingin sem slík,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nægur tími verði tekinn til að ráðast í það sem hann kallar umfangsmiklar kerfisbreytingar. Mat verði lagt á áhrif frumvarpanna og ekki verði of mikill flýtir hafður á afgreiðslu þeirra. Hvaða þýðingu hafa frumvörpin? Húsnæðisfrumvarpið framlengir rétt fólks til að nýta séreignarlífeyrissparnaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa um tíu ár. Að hámarki má nýta 500 þúsund krónur á ári í úrræðið svo í besta falli getur einstaklingur safnað fimm milljón krónum á tímabilinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár leiðir standi fólki til boða. 1) Skattfrjáls séreignarsparnaður safnist upp á tíu árum sem hluti í útborgun 2) Skattfrjáls séreignarsparnaður greiðist inn á höfuðstól um hver mánaðamót í tíu ár. 3) Blönduð leið þar sem skattfrjáls séreignarsparnaður greiðir niður höfuðstól óverðtryggðs láns og lækkar greiðslubyrði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áhyggjur af því að fullnýting úrræðisins muni hafa áhrif á fjárhagslega stöðu þegar á lífeyrisaldur er komið. „Í eðli sínu ættir þú að vera betur settur og færð verulegt skattahagræði. Þú ert með minni séreign en væntanlega með meiri eign í fasteign. Það má ekki gleyma því að húsnæðiseign landsmanna hefur ekki síður verið uppspretta lífeyris á efri árum.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þetta er eins langt og hægt er að komast í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stundum verður maður að miðla málum,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um nýtt frumvarp um verðtryggingu sem kynnt var í gær. Samhliða var kynnt frumvarp um nýtingu séreignalífeyrissparnaðar við kaup á fyrstu íbúð, verkefni sem ber heitið Fyrsta fasteign. Verðtryggingarfrumvarpið miðar að því að banna verðtryggð lán, lengri en 25 ár, nema í undantekningartilfellum. Undanþágur verða veittar ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum sem taka lán með lágu veðsetningarhlutfalli. Í kosningabæklingi Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að Framsóknarflokkurinn vilji „afnema verðtryggingu á neytendalánum.“ Ljóst er að frumvarpið sem kynnt var í gær nær ekki því markmiði. „Ég hef skrifað um kosti þess og galla að banna verðtryggingu á nýjum lánum. Það hefði verið það sem ég hefði kosið. En þetta er málamiðlun tveggja flokka þar sem annar flokkurinn er ekki sammála mér,“ segir Frosti. Þingið mun taka við málinu og Frosti væntir þess að fá frumvarpið inn í sína nefnd. Þar verði kallað eftir umsögnum um það og nefndin taki sér góðan tíma til að fara yfir málið.Sigríður Ingibjörg IngadóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar í janúar á þessu ári. Í frumvarpinu var lagt upp með að banna nýjar verðtryggðar lánveitingar. „Framsóknarflokkurinn er núna búinn að lúffa. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið ofan á. Það sem liggur fyrir er að það er ekki verið að efna kosningaloforð um afnám verðtryggingar en það er verið að reyna að lina vaxtaokrið sem fylgir íslensku krónunni.“Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir frumvarpið áfangasigur og lítur svo á að það sé fyrsta skrefið af mörgum í afnámi verðtryggingar. „Það er hins vegar þannig að það er búið að flýta kosningum. En við leggjum mikla áherslu að klára þessi mál.“Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samkvæmt frumvarpinu geti nokkuð stórir hópar enn tekið verðtryggð lán. „Það er frekar millitekjuhópurinn og upp úr sem hefur skert aðgengi að slíkum lánum. Samspil þess og aftur möguleikarnir til að nýta séreignarsparnað til að greiða óverðtryggð lán getur hvatt til frekari töku óverðtryggðra lána sem er af hinu góða.“ „En auðvitað er grunnvandinn alltaf hátt vaxtastig okkar en ekki verðtryggingin sem slík,“ segir Þorsteinn. Hann leggur áherslu á að nægur tími verði tekinn til að ráðast í það sem hann kallar umfangsmiklar kerfisbreytingar. Mat verði lagt á áhrif frumvarpanna og ekki verði of mikill flýtir hafður á afgreiðslu þeirra. Hvaða þýðingu hafa frumvörpin? Húsnæðisfrumvarpið framlengir rétt fólks til að nýta séreignarlífeyrissparnaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa um tíu ár. Að hámarki má nýta 500 þúsund krónur á ári í úrræðið svo í besta falli getur einstaklingur safnað fimm milljón krónum á tímabilinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár leiðir standi fólki til boða. 1) Skattfrjáls séreignarsparnaður safnist upp á tíu árum sem hluti í útborgun 2) Skattfrjáls séreignarsparnaður greiðist inn á höfuðstól um hver mánaðamót í tíu ár. 3) Blönduð leið þar sem skattfrjáls séreignarsparnaður greiðir niður höfuðstól óverðtryggðs láns og lækkar greiðslubyrði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áhyggjur af því að fullnýting úrræðisins muni hafa áhrif á fjárhagslega stöðu þegar á lífeyrisaldur er komið. „Í eðli sínu ættir þú að vera betur settur og færð verulegt skattahagræði. Þú ert með minni séreign en væntanlega með meiri eign í fasteign. Það má ekki gleyma því að húsnæðiseign landsmanna hefur ekki síður verið uppspretta lífeyris á efri árum.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum