Framleiðsla Ford GT framlengd um 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 10:56 Ford GT bílarnir verða vafalaust dýrmæt söfnunareintök. Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir ofurbílnum Ford GT að Ford hefur ákveðið að framlengja áætlaða framleiðslu hans um 2 ár. Til stóð að framleiða hann aðeins í 2 ár og hætta síðan framleiðslunni. Ford tekst að smíða 250 stykki af bílnum á hverju ári svo meiningin var að framleiða aðeins 500 bíla. Þeir verða því 1.000 á endanum. Hvert eintak kostar um 400.000 dollara, eða 47 milljónir króna en það hefur ekki orðið til þess að fæla kaupendur frá. Þvert í móti hafa 6.506 skráð sig fyrir kaupum á þessum öfluga bíl en aðeins 1.000 þeirra munu fá eintak af bílnum. Ford hefur þurft að velja úr þessum stóra hópi áhugasamra kaupenda og hefur það orðið mörgum þeirra til mikillar gremju. Af þeim kaupendum sem Ford hefur valið eiga 87 % þeirra Ford bíla og 69% eldri Ford GT. Ford framleiðir GT í Ontario í Kanada. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent
Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir ofurbílnum Ford GT að Ford hefur ákveðið að framlengja áætlaða framleiðslu hans um 2 ár. Til stóð að framleiða hann aðeins í 2 ár og hætta síðan framleiðslunni. Ford tekst að smíða 250 stykki af bílnum á hverju ári svo meiningin var að framleiða aðeins 500 bíla. Þeir verða því 1.000 á endanum. Hvert eintak kostar um 400.000 dollara, eða 47 milljónir króna en það hefur ekki orðið til þess að fæla kaupendur frá. Þvert í móti hafa 6.506 skráð sig fyrir kaupum á þessum öfluga bíl en aðeins 1.000 þeirra munu fá eintak af bílnum. Ford hefur þurft að velja úr þessum stóra hópi áhugasamra kaupenda og hefur það orðið mörgum þeirra til mikillar gremju. Af þeim kaupendum sem Ford hefur valið eiga 87 % þeirra Ford bíla og 69% eldri Ford GT. Ford framleiðir GT í Ontario í Kanada.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent