Flaug 115 metra yfir draugabæ Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 13:23 Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent
Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent