Eyðslugrannur E-Class sló í gegn í Sparaksturskeppni FÍB Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 12:20 Magnað hve svo stór bíll getur eytt litlu eldsneyti. Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent
Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent