Ríkisstjórnin og þinglokin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar