Angelina Jolie biður milljónum fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi griða Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2016 19:20 Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira