Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 11:45 Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Vísir Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira