Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 15:58 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15