Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2016 07:00 Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt öllum sem reka spilakassa. Málið verður tekið fyrir í þessum mánuði. vísir/anton brink Þingmenn sem Fréttablaðið heyrði í eru sammála um að skerpa þurfi á ramma um starfsemi happdrættiskassa hérlendis. Þeir eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvaða leið sé best í þeim efnum.Ögmundur JónassonÁ forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt íslenska ríkinu og öllum þeim aðilum sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Guðlaugur fer fram á að fá 77 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Auk þess krefst hann þess að fá endurgreiddar 24 milljónir króna en Guðlaugur hefur geymt kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð í spilakössum hér á landi. „Ég fagna því mjög að þetta mál sé farið í gang og ég tek ofan fyrir einstaklingnum sem þarna sýnir frumkvæði með því að höfða þetta mál,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir það dapra staðreynd að höfða þurfi dómsmál vegna þessa en það endurspegli framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum.Happdrættisstofu dagaði uppi Ögmundur lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um happdrætti í nóvember 2012, þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Markmið laganna var að koma á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annaðist leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi happdrættis hér á landi. Í frumvarpinu var einnig að finna bann við greiðsluþjónustu við happdrættisfyrirtæki sem ekki höfðu hlotið starfsleyfi hér á landi. „Mér þótti mjög miður að tilraun mín til að koma þessum málaflokki í uppbyggilegri farveg hlyti ekki brautargengi í þinginu. Að höfða dómsmál er sennilega eina lausnin sem stendur og í samræmi við þá þróun sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Ögmundur.Willum Þór Þórsson.Spilahallir skapi ramma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig sérstaklega um dómsmálið. Að hans mati vantar almenna heildstæða löggjöf um spilastarfsemi. Til að bæta úr því lagði hann fram frumvarp um spilahallir sem nú er í meðferð þingsins. Í því felst að unnt verði að reka spilahallir hér á landi, aldurstakmark í þær verði 21 ár og komi upp grunur um spilafíkn hvíli sú skylda á spilahöllinni að tilkynna viðskiptavininum um meðferðarúrræði. „Sem stendur eru úrræði og eftirlit með slíkri starfsemi af skornum skammti. Kjarninn með frumvarpi mínu er að heimila slíka starfsemi á grundvelli leyfisveitinga og að hafa opinbert eftirlit með spilahöllunum,“ segir Willum. Að mati Ögmundar er frumvarp Willums „fullkomlega galin hugsun“ en þrátt fyrir það segir Willum að í því og frumvarpi Ögmundar um Happdrættisstofu sé að finna svipaðan rauðan þráð um eftirlit og leyfisskyldu tengda starfseminni. Bæði frumvörpin miði að því að takast á við þann samfélagsvanda sem spilafíkn er.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Þingmenn sem Fréttablaðið heyrði í eru sammála um að skerpa þurfi á ramma um starfsemi happdrættiskassa hérlendis. Þeir eru hins vegar ekki á eitt sáttir um hvaða leið sé best í þeim efnum.Ögmundur JónassonÁ forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að Guðlaugur Jakob Karlsson hefur stefnt íslenska ríkinu og öllum þeim aðilum sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Guðlaugur fer fram á að fá 77 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Auk þess krefst hann þess að fá endurgreiddar 24 milljónir króna en Guðlaugur hefur geymt kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð í spilakössum hér á landi. „Ég fagna því mjög að þetta mál sé farið í gang og ég tek ofan fyrir einstaklingnum sem þarna sýnir frumkvæði með því að höfða þetta mál,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir það dapra staðreynd að höfða þurfi dómsmál vegna þessa en það endurspegli framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum.Happdrættisstofu dagaði uppi Ögmundur lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um happdrætti í nóvember 2012, þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Markmið laganna var að koma á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annaðist leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi happdrættis hér á landi. Í frumvarpinu var einnig að finna bann við greiðsluþjónustu við happdrættisfyrirtæki sem ekki höfðu hlotið starfsleyfi hér á landi. „Mér þótti mjög miður að tilraun mín til að koma þessum málaflokki í uppbyggilegri farveg hlyti ekki brautargengi í þinginu. Að höfða dómsmál er sennilega eina lausnin sem stendur og í samræmi við þá þróun sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Ögmundur.Willum Þór Þórsson.Spilahallir skapi ramma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig sérstaklega um dómsmálið. Að hans mati vantar almenna heildstæða löggjöf um spilastarfsemi. Til að bæta úr því lagði hann fram frumvarp um spilahallir sem nú er í meðferð þingsins. Í því felst að unnt verði að reka spilahallir hér á landi, aldurstakmark í þær verði 21 ár og komi upp grunur um spilafíkn hvíli sú skylda á spilahöllinni að tilkynna viðskiptavininum um meðferðarúrræði. „Sem stendur eru úrræði og eftirlit með slíkri starfsemi af skornum skammti. Kjarninn með frumvarpi mínu er að heimila slíka starfsemi á grundvelli leyfisveitinga og að hafa opinbert eftirlit með spilahöllunum,“ segir Willum. Að mati Ögmundar er frumvarp Willums „fullkomlega galin hugsun“ en þrátt fyrir það segir Willum að í því og frumvarpi Ögmundar um Happdrættisstofu sé að finna svipaðan rauðan þráð um eftirlit og leyfisskyldu tengda starfseminni. Bæði frumvörpin miði að því að takast á við þann samfélagsvanda sem spilafíkn er.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Vilja nota hugbúnað til þess að takmarka fjárhættuspil Frumvarp innanríkisráðherrans til laga um breytingu á lögum um happdrætti var lagt fyrir á þingi í morgun. 30. nóvember 2012 14:26
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00
Stór spilasalur opnar við Lækjartorg: "Spilavíti,“ segir Ögmundur Jónasson Stærsti spilakassasalur landsins opnaði í dag við Lækjartorg. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra segir það sorglegt að fjárhættuspil þrífist í skjóli yfirvalda. 12. september 2013 19:10