Bætt lýðheilsa – þjóðhagslega hagkvæmt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2016 07:00 Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun