Innköllun Samsung hefur lítil áhrif hér á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:30 Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn. Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn.
Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36