Skoda kynnir Kodiaq jeppann Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 09:27 Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent
Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent