Fleiri farnir að sitja með Kaepernick Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. september 2016 11:30 Fjöldi stuðningsmanna 49ers sýndi Kap ást og stuðning eftir leik í nótt. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama. Fyrir leikinn gegn San Diego í nótt fór Kaepernick niður á hné er þjóðsöngurinn var leikinn. Liðsfélagi hans Eric Reid fór líka niður á hné. Þeir föðmuðust svo og fengu stuðning frá nokkrum öðrum félögum sínum. Margir áhorfendur kunnu þó ekki að meta þetta og var baulað mikið á Kaepernick í leiknum. Jeremy Lane, bakvörður Seattle Seahawks, neitaði líka að standa í þjóðsöngnum í nótt þannig að boðskapur Kaepernick er að ná til fleiri. „Ég mun ekki standa og sýna fána þjóðar sem kúgar svart fólk virðingu. Þetta mál er stærra en fótbolti og það var eigingjarnt af minni hálfu að líta í hina áttina á meðan það liggja lík á götunni og fólk kemst upp með morð,“ sagði Kaepernick er hann byrjaði á þessu en hann er fyrst og fremst að mótmæla lögreglumönnum sem hafa myrt blökkumenn. Þessi mótmæli hans hafa sett allt á annan endann í Bandaríkjunum og allir hafa skoðun á málinu. Flestir eru reiðir út í hann og líta á hann sem svikara við þjóð sína. Þeim fjölgar þó sem styðja þessar aðgerðir hans.Nokkur fjöldi mótmælti fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í San Francisco í vikunni og tók málstað Kaepernick.vísir/gettyHere is #49ers QB Colin Kaepernick tonight during the national anthem in San Diego. Kneeling. pic.twitter.com/QYEVkb7DcV— Ian Rapoport (@RapSheet) September 2, 2016 MMA Tengdar fréttir Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn. 29. ágúst 2016 23:30 Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks. 28. ágúst 2016 09:00 Trump segir Kaepernick að finna sér nýtt land Sú ákvörðun NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick að hætta að standa meðan bandaríski þjóðsöngurinn er leikinn hefur gert allt vitlaust vestra. 31. ágúst 2016 11:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama. Fyrir leikinn gegn San Diego í nótt fór Kaepernick niður á hné er þjóðsöngurinn var leikinn. Liðsfélagi hans Eric Reid fór líka niður á hné. Þeir föðmuðust svo og fengu stuðning frá nokkrum öðrum félögum sínum. Margir áhorfendur kunnu þó ekki að meta þetta og var baulað mikið á Kaepernick í leiknum. Jeremy Lane, bakvörður Seattle Seahawks, neitaði líka að standa í þjóðsöngnum í nótt þannig að boðskapur Kaepernick er að ná til fleiri. „Ég mun ekki standa og sýna fána þjóðar sem kúgar svart fólk virðingu. Þetta mál er stærra en fótbolti og það var eigingjarnt af minni hálfu að líta í hina áttina á meðan það liggja lík á götunni og fólk kemst upp með morð,“ sagði Kaepernick er hann byrjaði á þessu en hann er fyrst og fremst að mótmæla lögreglumönnum sem hafa myrt blökkumenn. Þessi mótmæli hans hafa sett allt á annan endann í Bandaríkjunum og allir hafa skoðun á málinu. Flestir eru reiðir út í hann og líta á hann sem svikara við þjóð sína. Þeim fjölgar þó sem styðja þessar aðgerðir hans.Nokkur fjöldi mótmælti fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í San Francisco í vikunni og tók málstað Kaepernick.vísir/gettyHere is #49ers QB Colin Kaepernick tonight during the national anthem in San Diego. Kneeling. pic.twitter.com/QYEVkb7DcV— Ian Rapoport (@RapSheet) September 2, 2016
MMA Tengdar fréttir Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn. 29. ágúst 2016 23:30 Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks. 28. ágúst 2016 09:00 Trump segir Kaepernick að finna sér nýtt land Sú ákvörðun NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick að hætta að standa meðan bandaríski þjóðsöngurinn er leikinn hefur gert allt vitlaust vestra. 31. ágúst 2016 11:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn. 29. ágúst 2016 23:30
Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks. 28. ágúst 2016 09:00
Trump segir Kaepernick að finna sér nýtt land Sú ákvörðun NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick að hætta að standa meðan bandaríski þjóðsöngurinn er leikinn hefur gert allt vitlaust vestra. 31. ágúst 2016 11:00