18 bílar komnir í úrslit í vali á Bíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 10:46 Volvo XC90 var bíll ársins í fyrra. Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins 2017. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki en flokkarnir eru nú sex talsins. Lokaprófanir á þessum bílum mun fara fram á næstunni og því styttist í endanlegt val á Bíl ársins hér á landi þetta árið. Í flokki smábíla og minni millistærðarbíla komast áfram í stafrófsröð Opel Astra, Renault Megane, og Suzuki Baleno. Í flokki millistærðar, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla komast áfram Mercedes-Benz E-lína, Renault Talisman og VW Passat GTE. Í sportbílaflokki komast áfram Ford Focus RS, Lexus RC300h og VW Golf GTI Clubsport. Í flokki jepplinga komast áfram Honda HRV, Kia Sportage og VW Tiguan. Í flokki jeppa komast áfram Audi Q7 E-Tron, BMW X5 Pug-in Hybrid og Lexus RX450h. Loks er flokkur pallbíla í fyrsta skipti en þar komast áfram Mitsubishi L200, Nissan Navara og Toyota Hilux. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur opnað nýja heimasíðu í tilefni valsins nú, billarsins.is og þar má sjá myndir af öllum þeim bílum sem nú koma til greina sem Bíll ársins. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent
Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins 2017. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki en flokkarnir eru nú sex talsins. Lokaprófanir á þessum bílum mun fara fram á næstunni og því styttist í endanlegt val á Bíl ársins hér á landi þetta árið. Í flokki smábíla og minni millistærðarbíla komast áfram í stafrófsröð Opel Astra, Renault Megane, og Suzuki Baleno. Í flokki millistærðar, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla komast áfram Mercedes-Benz E-lína, Renault Talisman og VW Passat GTE. Í sportbílaflokki komast áfram Ford Focus RS, Lexus RC300h og VW Golf GTI Clubsport. Í flokki jepplinga komast áfram Honda HRV, Kia Sportage og VW Tiguan. Í flokki jeppa komast áfram Audi Q7 E-Tron, BMW X5 Pug-in Hybrid og Lexus RX450h. Loks er flokkur pallbíla í fyrsta skipti en þar komast áfram Mitsubishi L200, Nissan Navara og Toyota Hilux. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur opnað nýja heimasíðu í tilefni valsins nú, billarsins.is og þar má sjá myndir af öllum þeim bílum sem nú koma til greina sem Bíll ársins.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent