Leikkonan sem lék Liesl von Trapp er látin Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 08:10 Charmian Carr hóf rekstur á eigin fyrirtæki á sviði innanhússhönnunar í Kaliforníu eftir að stuttum kvikmyndaferli lauk. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Charmian Carr, sem fór með hlutverk Liesl von Trapp í kvikmyndinni The Sound of Music, er látin, 73 ára að aldri. Talsmaður leikkonunnar segir Carr hafa andast í Los Angeles af völdum heilabilunar. Í kvikmyndinni The Sound of Music söng Carr meðal annars lagið Sixteen Going on Seventeen. Eftir að hafa sagt skilið við leiklistina hóf Carr rekstur á eigin fyrirtæki á sviði innanhússhönnunar í Kaliforníu. Í frétt BBC kemur fram að móðir Carr hafi á sínum tíma skráð dóttur sína í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Liesl, elstu dóttur Georgs von Trapp, þrátt fyrir að hún hafi aldrei farið í söng- eða leiklistartíma. Carr skrifaði síðar tvær bækur þar sem hún segir frá Sound of Music-ævintýri sínu, Forever Liesl og Letters to Liesl. Auk hlutverksins í The Sound of Music var eina kvikmyndahlutverk hennar í sjónvarpssöngleik Stephen Sondheim, Evening Promise. Kym Karath, sem fór með hlutverk Gretl í The Sound of Music minntist Carr á Twitter-síðu sinni og sagði hana hafa verið sem systir sín allar götur frá upptökum myndarinnar. One of Charmian's and many happy times together . She has been like a sister throughout my life . Excruciating . pic.twitter.com/IXPok2I1e4— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016 It is with infinite sadness that I share the tragic news that the precious & exquisite Charmian Carr , beautiful Liesl , has passed away .— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Bandaríska leikkonan Charmian Carr, sem fór með hlutverk Liesl von Trapp í kvikmyndinni The Sound of Music, er látin, 73 ára að aldri. Talsmaður leikkonunnar segir Carr hafa andast í Los Angeles af völdum heilabilunar. Í kvikmyndinni The Sound of Music söng Carr meðal annars lagið Sixteen Going on Seventeen. Eftir að hafa sagt skilið við leiklistina hóf Carr rekstur á eigin fyrirtæki á sviði innanhússhönnunar í Kaliforníu. Í frétt BBC kemur fram að móðir Carr hafi á sínum tíma skráð dóttur sína í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Liesl, elstu dóttur Georgs von Trapp, þrátt fyrir að hún hafi aldrei farið í söng- eða leiklistartíma. Carr skrifaði síðar tvær bækur þar sem hún segir frá Sound of Music-ævintýri sínu, Forever Liesl og Letters to Liesl. Auk hlutverksins í The Sound of Music var eina kvikmyndahlutverk hennar í sjónvarpssöngleik Stephen Sondheim, Evening Promise. Kym Karath, sem fór með hlutverk Gretl í The Sound of Music minntist Carr á Twitter-síðu sinni og sagði hana hafa verið sem systir sín allar götur frá upptökum myndarinnar. One of Charmian's and many happy times together . She has been like a sister throughout my life . Excruciating . pic.twitter.com/IXPok2I1e4— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016 It is with infinite sadness that I share the tragic news that the precious & exquisite Charmian Carr , beautiful Liesl , has passed away .— Kym Karath (@KymKarath) September 18, 2016
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira