The Grand Tour hefst 18. nóvember Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:00 Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sýningum á bílaþættinum The Grand Tour þar sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu að vonum fara hamförum á hinum ýmsu ökutækjum og líklega móðga heilu þjóðirnar í leiðinni. Svo virðist sem dagsetningin, sem áfram átti að halda leyndri, hafi lekið út í tölvupósti. Fyrsti þátturinn verður sýndur þann 18. nóvember, sem er föstudagur. Þættirnir The Grand Tour verður sýndur í vefsjónvarpi Amazon Prime. Nú vita semsagt sannir bílaáhugamenn hvaða dag þeir eiga að taka frá og plana fátt annað þann daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýju þættir þeirra fyrrverandi Top Gear manna fái ekki meira áhorf en síðasta þáttaröð Top Gear, sem fékk afleita dóma, enda án þeirra snillinga. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent
Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sýningum á bílaþættinum The Grand Tour þar sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu að vonum fara hamförum á hinum ýmsu ökutækjum og líklega móðga heilu þjóðirnar í leiðinni. Svo virðist sem dagsetningin, sem áfram átti að halda leyndri, hafi lekið út í tölvupósti. Fyrsti þátturinn verður sýndur þann 18. nóvember, sem er föstudagur. Þættirnir The Grand Tour verður sýndur í vefsjónvarpi Amazon Prime. Nú vita semsagt sannir bílaáhugamenn hvaða dag þeir eiga að taka frá og plana fátt annað þann daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýju þættir þeirra fyrrverandi Top Gear manna fái ekki meira áhorf en síðasta þáttaröð Top Gear, sem fékk afleita dóma, enda án þeirra snillinga.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent