Leikmaður Ólsara eftir tapið gegn Fylki: „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 08:30 Pontus Nordenberg, sænskur bakvörður Víkings úr Ólafsvík, var eins og aðrir leikmenn Ólsara mjög óánægður með frammistöðu Péturs Guðmundssonar, dómara leiks Fylkis og Ólsara um síðustu helgi. Fylkir vann leikinn, 2-1, og galopnaði fallbaráttuna með sigrinum. Pétur fór ansi illa með nýliðana í þessum mikilvæga fallslag en í leiknum átti Pétur fjórar vafasamar ákvarðanir eins og fjallað var um í Pepsi-mörkunum og skrifað um á Vísi. Dómarinn gaf Fylki vítaspyrnu í seinni hálfleik sem Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, sagði vera „mjög soft“, en Ólsarar voru svo hlunnfarnir um tvær augljósar vítaspyrnur áður en Pétur gaf Fylki aðra umdeilda. Pepsi-mörkin: Vafasamur Pétur í Árbænum Arnar Halldórsson, myndatökumaður Stöð 2 Sport, var að taka upp efni á leiknum frá öðru sjónarhorni fyrir Pepsi Max-vélina og var að mynda fögnuð Fylkismanna eftir leik þegar hann kom auga á Nordenberg sem gekk að Arnari. „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn og benti í átt að Fylkismönnunum sem voru uppteknir við að fagna. Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, hefur verið duglegur að kvarta undan dómurum deildarinnar í sumar en hann var svo beygður eftir þessa frammistöðu Péturs að hann eiginlega gat ekki meir. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið. Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar og benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál,“ sagði Ejub við Vísi eftir leikinn. Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Pontus Nordenberg, sænskur bakvörður Víkings úr Ólafsvík, var eins og aðrir leikmenn Ólsara mjög óánægður með frammistöðu Péturs Guðmundssonar, dómara leiks Fylkis og Ólsara um síðustu helgi. Fylkir vann leikinn, 2-1, og galopnaði fallbaráttuna með sigrinum. Pétur fór ansi illa með nýliðana í þessum mikilvæga fallslag en í leiknum átti Pétur fjórar vafasamar ákvarðanir eins og fjallað var um í Pepsi-mörkunum og skrifað um á Vísi. Dómarinn gaf Fylki vítaspyrnu í seinni hálfleik sem Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, sagði vera „mjög soft“, en Ólsarar voru svo hlunnfarnir um tvær augljósar vítaspyrnur áður en Pétur gaf Fylki aðra umdeilda. Pepsi-mörkin: Vafasamur Pétur í Árbænum Arnar Halldórsson, myndatökumaður Stöð 2 Sport, var að taka upp efni á leiknum frá öðru sjónarhorni fyrir Pepsi Max-vélina og var að mynda fögnuð Fylkismanna eftir leik þegar hann kom auga á Nordenberg sem gekk að Arnari. „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn og benti í átt að Fylkismönnunum sem voru uppteknir við að fagna. Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, hefur verið duglegur að kvarta undan dómurum deildarinnar í sumar en hann var svo beygður eftir þessa frammistöðu Péturs að hann eiginlega gat ekki meir. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið. Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar og benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál,“ sagði Ejub við Vísi eftir leikinn. Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00