Endurfæddur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 11:24 Fisker Revero. Þegar hollenski bílaframleiðandinn Fisker Automotive kynnti Fisker Karma bíl sinn árið 2008 vakti hann strax gríðarmikla athygli fyrir fegurð. Fisker var tengiltvinnbíll með ríflega 400 hestafla drifrás. Bílar Fisker voru þó mjög dýrir og aðeins voru framleiddir 2.450 bílar fram til ársins 2012 er fyrirtækið varða að sækja um greiðslustöðvun. Í kjölfar þess keyptu kínverskir fjárfestar Fisker í því augnamiði að halda framleiðslunni áfram og ekki breyta bílnum í útliti. Nú er kominn á markað svo til óbreyttur bíll, Fisker Revero. Hann kostar 130.000 dollara en Fisker Karma hafði áður kostað 103.000 dollara. Fisker Karma bílarnir þóttu bila full mikið en vonandi hefur tekist að komast hjá þeim vandamálum með nýrri gerð hans. Hinn nýi Fisker Revero er eins og forverinn tengiltvinnbíll, nokkuð öflugri vegna öflugri rafmótora og rafhlaða. Áfram er þó í bílnum 260 hestafla brunavél frá General Motors, líkt og í forveranum. Fisker Revero er víst 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann er nú kominn á markað, en tilvonandi kaupendur hans verða að vera loðnir um lófana vegna hás verð bílsins. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Þegar hollenski bílaframleiðandinn Fisker Automotive kynnti Fisker Karma bíl sinn árið 2008 vakti hann strax gríðarmikla athygli fyrir fegurð. Fisker var tengiltvinnbíll með ríflega 400 hestafla drifrás. Bílar Fisker voru þó mjög dýrir og aðeins voru framleiddir 2.450 bílar fram til ársins 2012 er fyrirtækið varða að sækja um greiðslustöðvun. Í kjölfar þess keyptu kínverskir fjárfestar Fisker í því augnamiði að halda framleiðslunni áfram og ekki breyta bílnum í útliti. Nú er kominn á markað svo til óbreyttur bíll, Fisker Revero. Hann kostar 130.000 dollara en Fisker Karma hafði áður kostað 103.000 dollara. Fisker Karma bílarnir þóttu bila full mikið en vonandi hefur tekist að komast hjá þeim vandamálum með nýrri gerð hans. Hinn nýi Fisker Revero er eins og forverinn tengiltvinnbíll, nokkuð öflugri vegna öflugri rafmótora og rafhlaða. Áfram er þó í bílnum 260 hestafla brunavél frá General Motors, líkt og í forveranum. Fisker Revero er víst 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann er nú kominn á markað, en tilvonandi kaupendur hans verða að vera loðnir um lófana vegna hás verð bílsins.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent