Sumartískan að hætti Victoriu Beckham Ritstjórn skrifar 12. september 2016 09:15 Glamour/Getty Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham. Glamour Tíska Mest lesið Sónar 2018: Laugardagskvöldið Glamour Hefur ekkert breyst í 24 ár Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour
Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham.
Glamour Tíska Mest lesið Sónar 2018: Laugardagskvöldið Glamour Hefur ekkert breyst í 24 ár Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour