Alexander Wang í samstarf við Adidas Ritstjórn skrifar 11. september 2016 13:30 Alexander Wang er greinilega spenntur fyrir þessu nýja samstarfi. Myndir/Getty Í morgun fór fram tískusýning bandaríska fatahönnuðarins Alexander Wang fyrir sumarið 2017. Mikil eftirvænting hafði verið eftir sýningunni en alla seinustu viku var Alexander búinn að deila myndum af þeim stjörnum sem mundu mæta á sýninguna og sitja á fremsta bekk undir kassamerkinu #WangSquad. Í lok sýningarinnar í dag tilkynnti Wang að hann væri farinn í samstarf við Adidas. Ekki er vitað hvenær línan fer á sölu eða hversu stór vörulínan verður en eitt er víst að hún verður mjög líklega uppseld á örskotstundu. Miðað við það sem áhorfendur fengu að sjá á sýningunni inniheldur línan aðeins svört föt fyrir konur og karla. Adidasmerkinu hefur verið snúið á hvolf á fötunum sem ætti að gera fötin auðþekkjanleg. Madonna klæddist Alexander Wang x Adidas á sýningunni. Mest lesið Vinsælustu skórnir í dag Glamour Prófum hvíta skó fyrir sumarið Glamour Fjólubláar varir og bronslituð augu Glamour Töfrandi augu og fölar varir Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Topp snyrtivörur júlímánaðar Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour
Í morgun fór fram tískusýning bandaríska fatahönnuðarins Alexander Wang fyrir sumarið 2017. Mikil eftirvænting hafði verið eftir sýningunni en alla seinustu viku var Alexander búinn að deila myndum af þeim stjörnum sem mundu mæta á sýninguna og sitja á fremsta bekk undir kassamerkinu #WangSquad. Í lok sýningarinnar í dag tilkynnti Wang að hann væri farinn í samstarf við Adidas. Ekki er vitað hvenær línan fer á sölu eða hversu stór vörulínan verður en eitt er víst að hún verður mjög líklega uppseld á örskotstundu. Miðað við það sem áhorfendur fengu að sjá á sýningunni inniheldur línan aðeins svört föt fyrir konur og karla. Adidasmerkinu hefur verið snúið á hvolf á fötunum sem ætti að gera fötin auðþekkjanleg. Madonna klæddist Alexander Wang x Adidas á sýningunni.
Mest lesið Vinsælustu skórnir í dag Glamour Prófum hvíta skó fyrir sumarið Glamour Fjólubláar varir og bronslituð augu Glamour Töfrandi augu og fölar varir Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Topp snyrtivörur júlímánaðar Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour