Svar við spurningu Kára Stefánssonar Einar Brynjólfsson skrifar 28. september 2016 20:36 Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun