Karla- og kvennalið Grindavíkur fóru bæði upp en bara annað fær bónus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 15:16 vísir/hanna Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti