5 gamlir Lamborghini til sölu á hálfan milljarð Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 10:03 Lamborghini Miura P400S. Á þennan bíl setur Adam verðmiðann 1.400.000 dollara, eða um 161 milljón króna. Grínistinn, leikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn og bílasafnarinn Adam Carolla hefur greinilega fengið leið á Lamborghini fornbílasafni sínu eða er einfaldlega fjárvana. Hann hefur nú sett 5 bíla safn af gömlum Lamborghini bílum sínum á sölu og eru þeir með verðmiða frá 40 til 161.000 milljón krónur hver, samtals uppá um hálfan milljarð króna. Þarna er um að ræða bíla eins og 1965 árgerðina af Lamborghini 350GT, 1968 og 1969 árgerðirnar af Lamborghini Islero og 1969 og 1970 árgerðirnar af Lamborghini Miura P400S, sem eru þeirra dýrastir. Það þarf djúpa vasa til að krækja í þessa bíla, en sagan segir hinsvegar að verðmæti þeirra gæti aukist með árunum, svo ef til vill er hér um gott tækifæri á fjárfestingu að ræða.Líka Lamborghini Miura P400S og sami verðmiði, 161 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1969 á 40 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1968 á 44 milljónir króna.Lamborghini 350GT árgerð 1965 á 92 milljónir króna. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Grínistinn, leikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn og bílasafnarinn Adam Carolla hefur greinilega fengið leið á Lamborghini fornbílasafni sínu eða er einfaldlega fjárvana. Hann hefur nú sett 5 bíla safn af gömlum Lamborghini bílum sínum á sölu og eru þeir með verðmiða frá 40 til 161.000 milljón krónur hver, samtals uppá um hálfan milljarð króna. Þarna er um að ræða bíla eins og 1965 árgerðina af Lamborghini 350GT, 1968 og 1969 árgerðirnar af Lamborghini Islero og 1969 og 1970 árgerðirnar af Lamborghini Miura P400S, sem eru þeirra dýrastir. Það þarf djúpa vasa til að krækja í þessa bíla, en sagan segir hinsvegar að verðmæti þeirra gæti aukist með árunum, svo ef til vill er hér um gott tækifæri á fjárfestingu að ræða.Líka Lamborghini Miura P400S og sami verðmiði, 161 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1969 á 40 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1968 á 44 milljónir króna.Lamborghini 350GT árgerð 1965 á 92 milljónir króna.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent