Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 17:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember. vísir/getty Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira
Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30