Matt LeBlanc aðalþáttastjórnandi Top Gear næstu tvö árin Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 13:42 Matt LeBlanc verður aðalþáttastjórnandi Top Gear. Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent
Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent