Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi segir ákvörðunin um að gefa kost á sér í formannsframboð hafa verið sér erfiða. Vísir/Jóhann K Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16