Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi segir ákvörðunin um að gefa kost á sér í formannsframboð hafa verið sér erfiða. Vísir/Jóhann K Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent