Sunna himinlifandi: Skóflaði í mig heilli krukku af Nutella eftir bardagann Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2016 12:15 Sunna var frábær í nótt mynd/facebook síða Sunnu Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni háði sína fyrstu atvinnuviðureign á Invicta 19 bardagakvöldinu í Kansas City í nótt og bar þar sigurorð af Ashley „Dollface” Greenway. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en allir dómarar voru á einu máli um yfirburðasigur Sunnu, 30-27, sem þýðir að það var samdóma álit dómara að hún hafi unnið allar loturnar með 10 stigum á móti 9. „Mér leið ofboðslega vel satt að segja þegar ég gekk inn í búrið. Þó svo að þetta hafi verið fyrsti atvinnubardaginn minn og samkvæmt því þá hefði alveg verið eðlilegt að það væri einhver skjálfti í mér, þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fer í búr til að berjast og ég vissi alveg út í hvað ég var að fara. Þetta var erfiður andstæðingur, en mér leið eins og ég væri með yfirhöndina allan bardagann,” segir Sunna. Bardaginn fór vel af stað og Sunna var allan tíman virkari og aggressífari en andstæðingur sinn. Hún náði mun fleiri höggum inn, náði afgerandi fellum í tvígang og á tímabili í annarri lotu virtist sem hún væri að ná hengingartaki, „rear naked choke”, sem Ashley tókst þó að verjast og að lokum að snúa sig út úr. „Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa sigrað minn fyrsta atvinnubardaga en mér finnst örlítið svekkjandi að hafa ekki náð að klára andstæðing minn.“ Sunna kom alveg ósködduð út úr viðureigninni og fagnaði sigrinum með liði sínu strax að honum liðnum.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan páll„Eftir að bardaganum lauk þá byrjaði ég á að hringja í mína nánustu og láta vita af mér ásamt því að skófla í mig heilli krukku af Nutella sem ég tók með mér heiman frá Íslandi. Eftir það þá fórum við Mjölnisfólkið saman á The Cheesecake Factory og fengum okkur vel að borða. Við, fjögur talsins, pöntuðum 12 ostakökusneiðar á borðið og kláruðum þær allar.“ Undirbúningur Sunnu fyrir bardagann hófst í júlí. „Ég var búin að fá nokkuð skýrar upplýsingar um að það væri búið að finna fyrir mig andstæðing og að það væri verið að vinna í því að staðfesta bardaga í september. Ég ákvað að hefja strax þá undirbúninginn og fór til Írlands til vinar míns, Paddy Holohan, sem hafði boðið mér að koma og æfa með sér og sínu liði þar. Þetta var frábært upphaf á æfingabúðum sem síðan héldu áfram með mínum liðsfélögum í Mjölni.”Sunna segir bardagalistir styrkja bæði líkama og sál og í þeim hefur henni tekist að ná tökum á vanlíðan sem hrjáði hana í mörg ár.Vísir/StefánSamhliða stífum æfingabúðum þá þurfti Sunna að skafa af sér nokkur kíló og fékk til liðs við sig næringarráðgjafann Lindsey Doyle sem sérhæfir sig í að leiða bardagakonur í gegnum næringar og þyngdarlosunarferli. „Ég fékk ábendingu um Lindsey og ákvað að setja mig í samband við hana. Ég sé sko ekki eftir því. Mér leið vel í öllu ferlinu og mun klárlega gera þetta eins næst.” Næstu skref Sunnu eru óráðin en líklegt verður að teljast að henni verði boðið að berjast fljótt aftur. „Ég hlakka til að koma heim, hitta fólkið mitt og verja nokkrum dögum með þeim. Spjalla, hlæja og hafa það gott. Síðan er það bara beint aftur inn í æfingasalinn. Ég tek með mér gríðarlega góða reynslu úr þessum fyrsta bardaga og get varla beðið eftir því að fara í þann næsta. Ég verð tilbúin þegar síminn hringir.” MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. 24. september 2016 03:59 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni háði sína fyrstu atvinnuviðureign á Invicta 19 bardagakvöldinu í Kansas City í nótt og bar þar sigurorð af Ashley „Dollface” Greenway. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en allir dómarar voru á einu máli um yfirburðasigur Sunnu, 30-27, sem þýðir að það var samdóma álit dómara að hún hafi unnið allar loturnar með 10 stigum á móti 9. „Mér leið ofboðslega vel satt að segja þegar ég gekk inn í búrið. Þó svo að þetta hafi verið fyrsti atvinnubardaginn minn og samkvæmt því þá hefði alveg verið eðlilegt að það væri einhver skjálfti í mér, þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fer í búr til að berjast og ég vissi alveg út í hvað ég var að fara. Þetta var erfiður andstæðingur, en mér leið eins og ég væri með yfirhöndina allan bardagann,” segir Sunna. Bardaginn fór vel af stað og Sunna var allan tíman virkari og aggressífari en andstæðingur sinn. Hún náði mun fleiri höggum inn, náði afgerandi fellum í tvígang og á tímabili í annarri lotu virtist sem hún væri að ná hengingartaki, „rear naked choke”, sem Ashley tókst þó að verjast og að lokum að snúa sig út úr. „Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa sigrað minn fyrsta atvinnubardaga en mér finnst örlítið svekkjandi að hafa ekki náð að klára andstæðing minn.“ Sunna kom alveg ósködduð út úr viðureigninni og fagnaði sigrinum með liði sínu strax að honum liðnum.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan páll„Eftir að bardaganum lauk þá byrjaði ég á að hringja í mína nánustu og láta vita af mér ásamt því að skófla í mig heilli krukku af Nutella sem ég tók með mér heiman frá Íslandi. Eftir það þá fórum við Mjölnisfólkið saman á The Cheesecake Factory og fengum okkur vel að borða. Við, fjögur talsins, pöntuðum 12 ostakökusneiðar á borðið og kláruðum þær allar.“ Undirbúningur Sunnu fyrir bardagann hófst í júlí. „Ég var búin að fá nokkuð skýrar upplýsingar um að það væri búið að finna fyrir mig andstæðing og að það væri verið að vinna í því að staðfesta bardaga í september. Ég ákvað að hefja strax þá undirbúninginn og fór til Írlands til vinar míns, Paddy Holohan, sem hafði boðið mér að koma og æfa með sér og sínu liði þar. Þetta var frábært upphaf á æfingabúðum sem síðan héldu áfram með mínum liðsfélögum í Mjölni.”Sunna segir bardagalistir styrkja bæði líkama og sál og í þeim hefur henni tekist að ná tökum á vanlíðan sem hrjáði hana í mörg ár.Vísir/StefánSamhliða stífum æfingabúðum þá þurfti Sunna að skafa af sér nokkur kíló og fékk til liðs við sig næringarráðgjafann Lindsey Doyle sem sérhæfir sig í að leiða bardagakonur í gegnum næringar og þyngdarlosunarferli. „Ég fékk ábendingu um Lindsey og ákvað að setja mig í samband við hana. Ég sé sko ekki eftir því. Mér leið vel í öllu ferlinu og mun klárlega gera þetta eins næst.” Næstu skref Sunnu eru óráðin en líklegt verður að teljast að henni verði boðið að berjast fljótt aftur. „Ég hlakka til að koma heim, hitta fólkið mitt og verja nokkrum dögum með þeim. Spjalla, hlæja og hafa það gott. Síðan er það bara beint aftur inn í æfingasalinn. Ég tek með mér gríðarlega góða reynslu úr þessum fyrsta bardaga og get varla beðið eftir því að fara í þann næsta. Ég verð tilbúin þegar síminn hringir.”
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. 24. september 2016 03:59 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30
Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00
Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. 24. september 2016 03:59