Sunna himinlifandi: Skóflaði í mig heilli krukku af Nutella eftir bardagann Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2016 12:15 Sunna var frábær í nótt mynd/facebook síða Sunnu Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni háði sína fyrstu atvinnuviðureign á Invicta 19 bardagakvöldinu í Kansas City í nótt og bar þar sigurorð af Ashley „Dollface” Greenway. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en allir dómarar voru á einu máli um yfirburðasigur Sunnu, 30-27, sem þýðir að það var samdóma álit dómara að hún hafi unnið allar loturnar með 10 stigum á móti 9. „Mér leið ofboðslega vel satt að segja þegar ég gekk inn í búrið. Þó svo að þetta hafi verið fyrsti atvinnubardaginn minn og samkvæmt því þá hefði alveg verið eðlilegt að það væri einhver skjálfti í mér, þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fer í búr til að berjast og ég vissi alveg út í hvað ég var að fara. Þetta var erfiður andstæðingur, en mér leið eins og ég væri með yfirhöndina allan bardagann,” segir Sunna. Bardaginn fór vel af stað og Sunna var allan tíman virkari og aggressífari en andstæðingur sinn. Hún náði mun fleiri höggum inn, náði afgerandi fellum í tvígang og á tímabili í annarri lotu virtist sem hún væri að ná hengingartaki, „rear naked choke”, sem Ashley tókst þó að verjast og að lokum að snúa sig út úr. „Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa sigrað minn fyrsta atvinnubardaga en mér finnst örlítið svekkjandi að hafa ekki náð að klára andstæðing minn.“ Sunna kom alveg ósködduð út úr viðureigninni og fagnaði sigrinum með liði sínu strax að honum liðnum.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan páll„Eftir að bardaganum lauk þá byrjaði ég á að hringja í mína nánustu og láta vita af mér ásamt því að skófla í mig heilli krukku af Nutella sem ég tók með mér heiman frá Íslandi. Eftir það þá fórum við Mjölnisfólkið saman á The Cheesecake Factory og fengum okkur vel að borða. Við, fjögur talsins, pöntuðum 12 ostakökusneiðar á borðið og kláruðum þær allar.“ Undirbúningur Sunnu fyrir bardagann hófst í júlí. „Ég var búin að fá nokkuð skýrar upplýsingar um að það væri búið að finna fyrir mig andstæðing og að það væri verið að vinna í því að staðfesta bardaga í september. Ég ákvað að hefja strax þá undirbúninginn og fór til Írlands til vinar míns, Paddy Holohan, sem hafði boðið mér að koma og æfa með sér og sínu liði þar. Þetta var frábært upphaf á æfingabúðum sem síðan héldu áfram með mínum liðsfélögum í Mjölni.”Sunna segir bardagalistir styrkja bæði líkama og sál og í þeim hefur henni tekist að ná tökum á vanlíðan sem hrjáði hana í mörg ár.Vísir/StefánSamhliða stífum æfingabúðum þá þurfti Sunna að skafa af sér nokkur kíló og fékk til liðs við sig næringarráðgjafann Lindsey Doyle sem sérhæfir sig í að leiða bardagakonur í gegnum næringar og þyngdarlosunarferli. „Ég fékk ábendingu um Lindsey og ákvað að setja mig í samband við hana. Ég sé sko ekki eftir því. Mér leið vel í öllu ferlinu og mun klárlega gera þetta eins næst.” Næstu skref Sunnu eru óráðin en líklegt verður að teljast að henni verði boðið að berjast fljótt aftur. „Ég hlakka til að koma heim, hitta fólkið mitt og verja nokkrum dögum með þeim. Spjalla, hlæja og hafa það gott. Síðan er það bara beint aftur inn í æfingasalinn. Ég tek með mér gríðarlega góða reynslu úr þessum fyrsta bardaga og get varla beðið eftir því að fara í þann næsta. Ég verð tilbúin þegar síminn hringir.” MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. 24. september 2016 03:59 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni háði sína fyrstu atvinnuviðureign á Invicta 19 bardagakvöldinu í Kansas City í nótt og bar þar sigurorð af Ashley „Dollface” Greenway. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en allir dómarar voru á einu máli um yfirburðasigur Sunnu, 30-27, sem þýðir að það var samdóma álit dómara að hún hafi unnið allar loturnar með 10 stigum á móti 9. „Mér leið ofboðslega vel satt að segja þegar ég gekk inn í búrið. Þó svo að þetta hafi verið fyrsti atvinnubardaginn minn og samkvæmt því þá hefði alveg verið eðlilegt að það væri einhver skjálfti í mér, þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fer í búr til að berjast og ég vissi alveg út í hvað ég var að fara. Þetta var erfiður andstæðingur, en mér leið eins og ég væri með yfirhöndina allan bardagann,” segir Sunna. Bardaginn fór vel af stað og Sunna var allan tíman virkari og aggressífari en andstæðingur sinn. Hún náði mun fleiri höggum inn, náði afgerandi fellum í tvígang og á tímabili í annarri lotu virtist sem hún væri að ná hengingartaki, „rear naked choke”, sem Ashley tókst þó að verjast og að lokum að snúa sig út úr. „Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa sigrað minn fyrsta atvinnubardaga en mér finnst örlítið svekkjandi að hafa ekki náð að klára andstæðing minn.“ Sunna kom alveg ósködduð út úr viðureigninni og fagnaði sigrinum með liði sínu strax að honum liðnum.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan páll„Eftir að bardaganum lauk þá byrjaði ég á að hringja í mína nánustu og láta vita af mér ásamt því að skófla í mig heilli krukku af Nutella sem ég tók með mér heiman frá Íslandi. Eftir það þá fórum við Mjölnisfólkið saman á The Cheesecake Factory og fengum okkur vel að borða. Við, fjögur talsins, pöntuðum 12 ostakökusneiðar á borðið og kláruðum þær allar.“ Undirbúningur Sunnu fyrir bardagann hófst í júlí. „Ég var búin að fá nokkuð skýrar upplýsingar um að það væri búið að finna fyrir mig andstæðing og að það væri verið að vinna í því að staðfesta bardaga í september. Ég ákvað að hefja strax þá undirbúninginn og fór til Írlands til vinar míns, Paddy Holohan, sem hafði boðið mér að koma og æfa með sér og sínu liði þar. Þetta var frábært upphaf á æfingabúðum sem síðan héldu áfram með mínum liðsfélögum í Mjölni.”Sunna segir bardagalistir styrkja bæði líkama og sál og í þeim hefur henni tekist að ná tökum á vanlíðan sem hrjáði hana í mörg ár.Vísir/StefánSamhliða stífum æfingabúðum þá þurfti Sunna að skafa af sér nokkur kíló og fékk til liðs við sig næringarráðgjafann Lindsey Doyle sem sérhæfir sig í að leiða bardagakonur í gegnum næringar og þyngdarlosunarferli. „Ég fékk ábendingu um Lindsey og ákvað að setja mig í samband við hana. Ég sé sko ekki eftir því. Mér leið vel í öllu ferlinu og mun klárlega gera þetta eins næst.” Næstu skref Sunnu eru óráðin en líklegt verður að teljast að henni verði boðið að berjast fljótt aftur. „Ég hlakka til að koma heim, hitta fólkið mitt og verja nokkrum dögum með þeim. Spjalla, hlæja og hafa það gott. Síðan er það bara beint aftur inn í æfingasalinn. Ég tek með mér gríðarlega góða reynslu úr þessum fyrsta bardaga og get varla beðið eftir því að fara í þann næsta. Ég verð tilbúin þegar síminn hringir.”
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. 24. september 2016 03:59 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30
Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00
Sunna með öruggan sigur í fyrsta atvinnubardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga í nótt. Sunna fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. 24. september 2016 03:59