Hamilton: Ég mun gefa allt sem ég á í þær keppnir sem eru eftir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. október 2016 11:00 Verstappen, Rosberg og Hamilton náðu á verðlaunapall í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg kom fyrstur í mark í Japan. Lewis Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni og þurfti að hafa töluvert fyrir því að ná í sitt hundraðasta verðlaunasæti í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Helgin hefur verið mjög góð. Það er gaman að vinna hér. Ég vil óska liðinu til hamingju með varðskuldaðan heimsmeistaratitil bílasmiða. Þetta var frábært í dag,“ sagði kampakátur Rosberg á verðlaunapallinum. „Við vorum með góða keppnisáætlun í dag. Það er alltaf gott að sjá að við getum barist við Mercedes. Pressan frá Lewis var ekki eins mikil og í Malasíu en við áttum eitt augnablik undir lokin en það var allt í góðu,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum. „Ég vil óska liðinu til hamingju. Ég þurfti að hafa fyrir hlutunum. Ég mun gefa allt sem ég á í þær keppnir sem eftir eru á tímabilinu, eins og ég gerði í dag,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Ræsingin var slök hjá mér í dag. Ég spólaði helling og átti svo erfitt með að komast fram úr Manor bílunum sem voru á mjúkum dekkjum. Það tókst að lokum en ég endaði 18. sem er ekki gott. Við erum ekki fljótir hér en við verðum betri í næstu keppnum,“ sagði Jenson Button sem varð 18. á McLaren bílnum. „Það er svo mikið af góðu fólki á bak við þennan árangur. Við höfum næstum verið gallalaus síðustu þrjú ár. Ökumennirnir okkar eru líka góðir og vissulega hluti af þessu. Ég vil taka hatt minn ofan fyrir öllu liðinu. Ef þú vilt verða heimsmeistari þá er um að gera að forðast mistök, sem Nico hefur einmitt tekist að gera. Lewis mun koma til baka í þessum fjórum keppnum sem eftir eru. Liðið mun halda áfram að skaffa góða bíla fyrir báða ökumenn það sem eftir er af tímabilinu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri nýkrýndu heimsmeistaranna Mercedes. „Ég held að hægari ökumennirnir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Við slitum dekkjunum bara of hratt. Við ætluðum að ná öðru sæti í dag. Ég var bara einkar óheppinn með staðsetninguna sem ég náði hægari bílum í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði á Ferrari bílnum. „Við á blautari hluta ráskaflans töpuðum klárlega tíma í ræsingunni, Lewis átti sérstaklega erfitt. Við [Red Bull] áttum erfitt með að elta bíla í dag. Sebastian stakk mig bara af á beina kaflanum. Ég var frekar einmanna í dag með mína eigin keppni að aka í,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull bílnum. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59 Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. október 2016 16:30 Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 9. október 2016 06:20 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg kom fyrstur í mark í Japan. Lewis Hamilton klúðraði enn einni ræsingunni og þurfti að hafa töluvert fyrir því að ná í sitt hundraðasta verðlaunasæti í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Helgin hefur verið mjög góð. Það er gaman að vinna hér. Ég vil óska liðinu til hamingju með varðskuldaðan heimsmeistaratitil bílasmiða. Þetta var frábært í dag,“ sagði kampakátur Rosberg á verðlaunapallinum. „Við vorum með góða keppnisáætlun í dag. Það er alltaf gott að sjá að við getum barist við Mercedes. Pressan frá Lewis var ekki eins mikil og í Malasíu en við áttum eitt augnablik undir lokin en það var allt í góðu,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum. „Ég vil óska liðinu til hamingju. Ég þurfti að hafa fyrir hlutunum. Ég mun gefa allt sem ég á í þær keppnir sem eftir eru á tímabilinu, eins og ég gerði í dag,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Ræsingin var slök hjá mér í dag. Ég spólaði helling og átti svo erfitt með að komast fram úr Manor bílunum sem voru á mjúkum dekkjum. Það tókst að lokum en ég endaði 18. sem er ekki gott. Við erum ekki fljótir hér en við verðum betri í næstu keppnum,“ sagði Jenson Button sem varð 18. á McLaren bílnum. „Það er svo mikið af góðu fólki á bak við þennan árangur. Við höfum næstum verið gallalaus síðustu þrjú ár. Ökumennirnir okkar eru líka góðir og vissulega hluti af þessu. Ég vil taka hatt minn ofan fyrir öllu liðinu. Ef þú vilt verða heimsmeistari þá er um að gera að forðast mistök, sem Nico hefur einmitt tekist að gera. Lewis mun koma til baka í þessum fjórum keppnum sem eftir eru. Liðið mun halda áfram að skaffa góða bíla fyrir báða ökumenn það sem eftir er af tímabilinu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri nýkrýndu heimsmeistaranna Mercedes. „Ég held að hægari ökumennirnir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Við slitum dekkjunum bara of hratt. Við ætluðum að ná öðru sæti í dag. Ég var bara einkar óheppinn með staðsetninguna sem ég náði hægari bílum í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði á Ferrari bílnum. „Við á blautari hluta ráskaflans töpuðum klárlega tíma í ræsingunni, Lewis átti sérstaklega erfitt. Við [Red Bull] áttum erfitt með að elta bíla í dag. Sebastian stakk mig bara af á beina kaflanum. Ég var frekar einmanna í dag með mína eigin keppni að aka í,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59 Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. október 2016 16:30 Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 9. október 2016 06:20 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól þegar japanski kappaksturinn hefst á morgun. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 8. október 2016 06:59
Raikkonen: Við þurfum bara að aka hröðustu keppnina Nico Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag. Bilið á milli hans og Lewis Hamilton sem var 0,013 sekúndum hægari var 83 sentimetrar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. október 2016 16:30
Nico Rosberg vann í Japan | Mercedes heimsmeistarar bílasmiða Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Max Verstappen á Red Bull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 9. október 2016 06:20