Kynningarstikla úr The Grand Tour Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 14:51 Eftir mánuði af stríðnimyndskeiðum og Tweet skilaboðum frá þeim þremenningum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May þá er komin hér fyrsta alvöru kynningarstiklan fyrir komandi þætti, The Grand Tour. Þessi stikla hefur allt það að geyma sem aðdáendur þríeykisins voru að vonast eftir, eru svo vanir frá þeim og jafnvel gott betur. Það er alveg á tæru að þessir þættir munu baka tilvonandi Top Gear þætti sem stjórnað er af öðrum þáttastjórnendum nú og alls ekki góðar fréttir fyrir BBC. Í stiklunni sjást þeir kappar leika sér á Ferrari LaFerrari, McLaren P1 og Porsche 918 Spyder og taka þá greinilega vel til kostanna, fíflagang þar sem þeir sprengja upp bíl með öflugri bombu úr skriðdreka og skondin orðaskipti þeirra á milli sem gert hafa fyrri Top Gear þætti svo vinsæla. Og reyndar margt margt fleira. Það virðist ljóst að ekkert er til sparað við vinnslu þessara þátta og bara ástæða til að hlakka til sýninga þeirra. Fyrsti þáttur The Grand Tour verður sýndur 18. nóvember á Amazon Prime. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Eftir mánuði af stríðnimyndskeiðum og Tweet skilaboðum frá þeim þremenningum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May þá er komin hér fyrsta alvöru kynningarstiklan fyrir komandi þætti, The Grand Tour. Þessi stikla hefur allt það að geyma sem aðdáendur þríeykisins voru að vonast eftir, eru svo vanir frá þeim og jafnvel gott betur. Það er alveg á tæru að þessir þættir munu baka tilvonandi Top Gear þætti sem stjórnað er af öðrum þáttastjórnendum nú og alls ekki góðar fréttir fyrir BBC. Í stiklunni sjást þeir kappar leika sér á Ferrari LaFerrari, McLaren P1 og Porsche 918 Spyder og taka þá greinilega vel til kostanna, fíflagang þar sem þeir sprengja upp bíl með öflugri bombu úr skriðdreka og skondin orðaskipti þeirra á milli sem gert hafa fyrri Top Gear þætti svo vinsæla. Og reyndar margt margt fleira. Það virðist ljóst að ekkert er til sparað við vinnslu þessara þátta og bara ástæða til að hlakka til sýninga þeirra. Fyrsti þáttur The Grand Tour verður sýndur 18. nóvember á Amazon Prime.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent