Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2016 16:00 Nico Rosberg var fljótastur í allan dag á Suzuka brautinni í Japan. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum.Fyrri æfingin Romain Grosjean á Haas var fljótur út af brautinni þegar bremsurnar biluðu enn aftur á bíl Frakkans. Hann strandaði líka í malagryfju í Malasíu síðustu helgi þegar bremsurnar biluðu. Fernando Alonso á McLaren og Max Verstappen á Red Bull fóru út af á sama stað. Lætin voru þó meiri hjá Alonso sem endaði í malargryfjunni. Ökumenn röðuðu sér eftir liðum í fyrstu átta sætin á æfingunni. Mercedes menn fremstir, þar á eftir Sebastian Vettel á Ferrari ásamt Kimi Raikkonen. Red Bull ökumennirnir komu næstir og svo Force India.Kevin Magnussen á Suzuka brautinni.Vísir/GettySeinni æfingin Munurinn á Mercedes ökumönnunum var einungis 0,072 sekúndur, Rosberg í vil á seinni æfingunni. Raikkonen varð annar. Menn voru aðeins að þvælast utan brautar aftur. Kevin Magnussen á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso fóru út af á seinni æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum.Fyrri æfingin Romain Grosjean á Haas var fljótur út af brautinni þegar bremsurnar biluðu enn aftur á bíl Frakkans. Hann strandaði líka í malagryfju í Malasíu síðustu helgi þegar bremsurnar biluðu. Fernando Alonso á McLaren og Max Verstappen á Red Bull fóru út af á sama stað. Lætin voru þó meiri hjá Alonso sem endaði í malargryfjunni. Ökumenn röðuðu sér eftir liðum í fyrstu átta sætin á æfingunni. Mercedes menn fremstir, þar á eftir Sebastian Vettel á Ferrari ásamt Kimi Raikkonen. Red Bull ökumennirnir komu næstir og svo Force India.Kevin Magnussen á Suzuka brautinni.Vísir/GettySeinni æfingin Munurinn á Mercedes ökumönnunum var einungis 0,072 sekúndur, Rosberg í vil á seinni æfingunni. Raikkonen varð annar. Menn voru aðeins að þvælast utan brautar aftur. Kevin Magnussen á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso fóru út af á seinni æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira