Gylfi man nákvæmlega hvenær hann klúðraði síðast víti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 21:52 Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30