Mögnuð tilþrif íslenskra torfærukappa í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 11:35 Dagana 30. september til 2. október kepptu íslenskir torfærukappar í akstursgarðinum Bikini Bottom í Tennessee ríki. Fjöldi Íslendinga fór til Tennessee vegna þessa viðburðar, eða hátt í 300 manns. Var þetta í fyrsta skipti sem keppt er á íslenskum torfærubílum í Bandaríkjunum. Alls fór 17 bílar héðan frá Íslandi og á þessum myndum að dæma heilluðu ökumenn þeirra áhorfendur í Tennesse sem fögnuðu þeim ákaft. Þessi tilþrif sem íslensku ökumennirnir sýndu þarna eru okkur Íslendingum afar kunn, en ljóst má vera að hinir bandarísku áhorfendur hafa aldrei séð annað eins. Bandarískir bílar kepptu einnig við okkar menn og máttu sín lítils ef marka má tilþrif þeirra hér í samanburði við Íslendingana. Skipuleggjandi þessa viðburðar héðan frá Íslandi var Guðbjörn Grímsson og sagði hann þetta 30 ára gamlan draum að verða að veruleika. Ef til vill er þessi keppni í Tennessee bara undanfari þess sem koma skal, að íslenskir torfærukappar haldi áfram að skemmta bandarískum áhorfendum og kenna ökumönnum annarra þjóða hvernig á að aka torfærubílum, sem og smíða þá. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent
Dagana 30. september til 2. október kepptu íslenskir torfærukappar í akstursgarðinum Bikini Bottom í Tennessee ríki. Fjöldi Íslendinga fór til Tennessee vegna þessa viðburðar, eða hátt í 300 manns. Var þetta í fyrsta skipti sem keppt er á íslenskum torfærubílum í Bandaríkjunum. Alls fór 17 bílar héðan frá Íslandi og á þessum myndum að dæma heilluðu ökumenn þeirra áhorfendur í Tennesse sem fögnuðu þeim ákaft. Þessi tilþrif sem íslensku ökumennirnir sýndu þarna eru okkur Íslendingum afar kunn, en ljóst má vera að hinir bandarísku áhorfendur hafa aldrei séð annað eins. Bandarískir bílar kepptu einnig við okkar menn og máttu sín lítils ef marka má tilþrif þeirra hér í samanburði við Íslendingana. Skipuleggjandi þessa viðburðar héðan frá Íslandi var Guðbjörn Grímsson og sagði hann þetta 30 ára gamlan draum að verða að veruleika. Ef til vill er þessi keppni í Tennessee bara undanfari þess sem koma skal, að íslenskir torfærukappar haldi áfram að skemmta bandarískum áhorfendum og kenna ökumönnum annarra þjóða hvernig á að aka torfærubílum, sem og smíða þá. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent