Söguleg stigasöfnun Willums Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 06:00 grafík/fréttablaðið KR-ingar kórónuðu eina af flottari endurkomum seinni ára um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með 3-0 sigri á Fylki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir 9 umferðir með 9 stig og 8 mörk, endar Íslandsmótið sem heitasta lið Pepsi-deildarinnar. Willum Þór Þórsson fékk það verkefni að rífa KR-liðið upp úr volæðinu í vor og setti á endanum nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara sem hefur tekið við á miðju tímabili. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp hefur enginn þjálfari náð í fleiri stig á einu tímabili af þeim þjálfurum sem hafa ekki byrjað sumarið með viðkomandi liði.Rúnar átti metið áður Willum Þór bætti í sumar met Rúnars Kristinssonar frá 2010 en KR fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók við af Loga Ólafssyni um miðjan júlí. KR-liðið fékk 29 stig í þeim 13 leikjum sem Willum Þór stýrði í sumar. Stigametið hafði þar með staðið í sex ár eða síðan KR-ingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili. Það hefur því borgað sig að skipta um þjálfara í Vesturbænum þegar liðið hefur byrjað mótið illa. Rúnar á það enn á Willum að hafa náð í aðeins hærra hlutfall stiga í boði (76 á móti 74) auk þess að koma KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn. Það var hins vegar enginn bikar í boði fyrir Willum enda hafði KR dottið út úr 32 liða úrslitum bikarsins á móti 1. deildar liði Selfoss. Rúnar Kristinsson hafði á sínum tíma slegið met Péturs Péturssonar frá 1994 en Pétur tók þá við Keflavíkurliðinu í byrjun júlí og landaði 23 stigum í 11 leikjum.Fjórfaldaði sigurleikina KR var aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar Willum Þór tók við liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikjum sínum með Bjarna í brúnni en sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að Willum tók sæti hans. Íslandsmeistarar FH voru á endanum aðeins fimm stigum á undan KR en KR-ingar unnu báðar innbyrðisviðureignir liðanna í sumar. Willum Þór gerði KR tvisvar að Íslandsmeisturum í upphafi 21. aldar en liðið náði hvorugt árið jafn miklum hluta af stigum í boði og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga í boði eftir að Willum Þór tók við en hafði náð í 67 prósent (2002) og 61 prósent (2001) stiga í boði þegar Willum gerði Vesturbæjarfélagið að meistara.Pólitíkin að trufla þjálfarann Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögulegan árangur hjá Willum Þór í sumar er ólíklegt að þingmaðurinn geti haldið áfram með liðið. Fram undan eru kosningar hjá Framsóknarmanninum og KR-ingar vilja örugglega ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir þær. Stóra spurningin er hvort forráðamenn KR eru tilbúnir að bíða eftir örlögum Willums Þórs í pólitíkinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
KR-ingar kórónuðu eina af flottari endurkomum seinni ára um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með 3-0 sigri á Fylki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir 9 umferðir með 9 stig og 8 mörk, endar Íslandsmótið sem heitasta lið Pepsi-deildarinnar. Willum Þór Þórsson fékk það verkefni að rífa KR-liðið upp úr volæðinu í vor og setti á endanum nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara sem hefur tekið við á miðju tímabili. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp hefur enginn þjálfari náð í fleiri stig á einu tímabili af þeim þjálfurum sem hafa ekki byrjað sumarið með viðkomandi liði.Rúnar átti metið áður Willum Þór bætti í sumar met Rúnars Kristinssonar frá 2010 en KR fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók við af Loga Ólafssyni um miðjan júlí. KR-liðið fékk 29 stig í þeim 13 leikjum sem Willum Þór stýrði í sumar. Stigametið hafði þar með staðið í sex ár eða síðan KR-ingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili. Það hefur því borgað sig að skipta um þjálfara í Vesturbænum þegar liðið hefur byrjað mótið illa. Rúnar á það enn á Willum að hafa náð í aðeins hærra hlutfall stiga í boði (76 á móti 74) auk þess að koma KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn. Það var hins vegar enginn bikar í boði fyrir Willum enda hafði KR dottið út úr 32 liða úrslitum bikarsins á móti 1. deildar liði Selfoss. Rúnar Kristinsson hafði á sínum tíma slegið met Péturs Péturssonar frá 1994 en Pétur tók þá við Keflavíkurliðinu í byrjun júlí og landaði 23 stigum í 11 leikjum.Fjórfaldaði sigurleikina KR var aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar Willum Þór tók við liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikjum sínum með Bjarna í brúnni en sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að Willum tók sæti hans. Íslandsmeistarar FH voru á endanum aðeins fimm stigum á undan KR en KR-ingar unnu báðar innbyrðisviðureignir liðanna í sumar. Willum Þór gerði KR tvisvar að Íslandsmeisturum í upphafi 21. aldar en liðið náði hvorugt árið jafn miklum hluta af stigum í boði og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga í boði eftir að Willum Þór tók við en hafði náð í 67 prósent (2002) og 61 prósent (2001) stiga í boði þegar Willum gerði Vesturbæjarfélagið að meistara.Pólitíkin að trufla þjálfarann Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögulegan árangur hjá Willum Þór í sumar er ólíklegt að þingmaðurinn geti haldið áfram með liðið. Fram undan eru kosningar hjá Framsóknarmanninum og KR-ingar vilja örugglega ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir þær. Stóra spurningin er hvort forráðamenn KR eru tilbúnir að bíða eftir örlögum Willums Þórs í pólitíkinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira